sunnudagur, júní 29, 2003

Skelfilega langt síðan síðast var bloggað. Ekki alveg að nenna að blogga ef maður fær ? í stað allra íslenskra stafa. Mikið búið að gerast síðan síðast. Fame skíttapaði fyrir ótta 4-1. Staðan jöfn í hálfleik en tvö mistök í vörninni komu þeim í 3-1 þrátt fyrir að við værum manni fleiri. Þá tók Kjartan sig til og hljóp að dómaranum og öskraði svo heyrðist til Keflavíkur: "djöfulsins andskotans dómara helvítis fífl". Fékk Kjartagnan rautt kort fyrir vikið. Þá fyrst var leikurinn tapaður. Orð götunnar er að sumir trúi ekki þessari sögu en hún er 100% sönn.
Afmæli hjá Freyju og Völlu á föstudag. Fín stemmning og ágætis bæjarferð þar sem Óskar hetja Einarsson trúbador var maðurinn og spilaði hvert óskalagið á fætur öðru. Hvað er bjór í frosinni könnu góður?
Tvöfaldur fótbolti á laugardaginn. Fyrst með félögunum á hádegi og svo Fame æfing seinni partinn. Svo skelltum við Hjallinn okkur í sund í Laugardalnum. Boltinn að skila sér því skv. vigtinni var ég 2,6 kg léttari en síðast þegar ég fór í laugina. Hef reyndar sjaldan verið jafnsvangur. Pizza Hut klikkaði ekki og Sódóma! "Ekki mig. Það er skítapleis". "Hamborgara, júmbó, örbylgjuofn? Ætla fá hamborgara og kók.... og brenni". "Leynifélag Agga Pó". Þessi mynd er svo mikil snilld. "Maður gerir ekki neitt fyrir neinn nema maður geri e-ð-bara svona málsháttur".
Við Bolli slátruðum Malone og Jonasi í trivial í gær. 3 tíma spil en sigurinn öruggur. Þeir félagar fóru heim grátandi en við Bolli kíktum í bæinn. Hittum Hjallan og Gumma, og Steina og Maríu. Vinkonur Maríu voru með í för en ekki til viðræðna þá stundina.
Buffið er komið með hnakkaklippingu dauðans. Hjálmurinn fauk og er buffið ekki lengur rauðhært. Hann verður ekki í vandræðum með hösslið í Eyjum með þessa klippingu. Snilld.
Hrútadiskurinn er víst kominn út og er útgáfupartý hjá Daða í kvöld. "Dancing queen" hlaut ekki náð fyrir augum annarra hrúta. Bara á leiðinni í bíó þ.a. diskurinn verður að bíða. Nýja Jim Carrey myndin sem ég held að sé algjörlega málið.
Fór í golf með Bjössa, Malone og Svessa áðan. Vann Svessann með 12 höggum en niðurstaða úr leik Bjössans og Malone er væntanleg. Hvað er fólk að gera næstu helgi? Mig langar á humarhátíð og í bústað í Þjórsárdal. Fame leikur kl 18 á föstudag þ.a. ef ég mæti í hann kemst ég a.m.k. ekki á Hornafjörð.

laugardagur, júní 28, 2003

Hvað er að gerast með bloggið?

fimmtudagur, júní 26, 2003

Kristján Brooks er maður vikunnar. Tvenna á síðustu mínútunum móti FH innsiglaði fyrsta sigur Framara. Buffið lofaði sigri og stóð við það. Í gærkvöldi lofaði hann svo sigri gegn Haukum og Val. Við Martin kíktum á völlinn og sáum einn gaur missa það. Ungir FH-ingar höfðu nefnilega gaman af að hrópa "Framarar í 1.deild" þegar vel gekk hjá þeirra mönnum. Svo þegar Brooks skoraði sigurmarkið snéri einn 35-40 ára Framari sér við, sýndi þeim fingurinn og öskraðii "Framarar í efstu deild". Ansi slappt.
Atli fer eftir 2 tíma til Munchen og þaðan til Austurríkis. Spurning hvort hann gerist hrókur alls fagnaðar í Munchen og segi förunautum sínum frá veru okkar í Munchen á railinu.
Fame leikur gegn ótta í kvöld. Haffi Goalie mætir ekki þannig að við erum í dýpri skít en áður. Verðum að fara að vinna leik-þetta gengur ekki. Ég hef fulla trú á okkur-a.m.k. unnu bæði Fram og Grindavík í gær sem verður að teljast nokkuð ótrúlegt!!!
Hvað er málið með Dumb and dumberer? Þetta er svo stolið. Trailerinn er sá versti sem ég hef séð og það færi ekki kjaftur á myndina nema vegna hins frábæra orðspors sem fer af "Dumb and Dumber". Gaurarnir eru reyndar skuggalega líkir Carrey og Daniels. Ég hvet Atla til að skrifa gagnrýni um myndina.
Hvet Buffið líka til bloggs fyrst sigur náðist í gær.

þriðjudagur, júní 24, 2003

Sá einhver fréttirnar á Rúv áðan. Símaviðtalið við Guðjón Þórðarson var of slakt. Heyrðist varla orð sem hann sagði og brjálað ískur. Týpískt rúv dæmi. Gaman ef Guðjón tæki við e-u nýju liði. Spurning um að hann stofni bara sitt eigið lið. Martin datt það í hug. Hann myndi bara fá syni sína og frændur í liðið til að byrja með. Gæti gert góða hluti. Annars var Malone að slátra læknisfræðinni í gær og í dag. Hann býður mér á fyllerí ef hann verður efstur í þessu. Það verður að koma í ljós.
Hvað er málið með mig og papana? Ég á engann disk með þeim og hef heyrt fleiri lög í útgáfu Ella en með Pöpunum sjálfum. Við Steini skelltum okkur samt einu sinni á Kaffi Reykjavík og þar var ball með Pöpunum og skemmtum við okkur brjálað vel.
Varaðandi 8 Mile soundtrackið langaði mig nú mest í aðallagið og svo þegar gaurarnir eru að battla. Þar sem ég hlusta ekki á neitt rapp, nema kannski "jump around" í góðum fíling, þá er ég nokkuð sáttur við að lýsa yfir áhuga á að eignast einn slíkan disk. Þar hefurðu það Gústi! Áður en ég verð leiðréttur þá viðurkenni ég fúslega að ég þekki tæplega muninn á rappi og hip hop-i.
Eggert hefur lýst yfir áhuga að skella sér á Stuðmenn og eru það mjög góðar fréttir.
Fékk nýju tennisspaðana mína í gær. Líta ljómandi vel út.
Atli er að fara með algjöra rookia til Austurríkis á fimmtudag. 14-15 ára krakkar sem kunna = ekki neitt, a.m.k. stelpurnar sem ætla bara að versla þarna úti. Það fer fótboltalið í þessa ferð sem er skipað af Reykjavíkurúrvali, þ.e. besti leikmaður frá hverju félagi eða e-ð svoleiðis. Verður eflaust fín ferð hjá karli fyrir utan allt sem tengist tennis!

sunnudagur, júní 22, 2003

Eyjar hér í come. Skotinn fer til Eyja-staðfest. Herjólfur kl 19:30 á föstudegi og heim kl 11 á mánudegi. Reyndar á ég eftir að panta en... Atli á reyndar enn eftir að redda fríi en hvað ætli þessir perrar á spítalanum hafi betra að gera en að skoða klámsíður um Verslunarmannahelgina?
Kíkti í sund með Kjartani í dag. Þokkalegt celeb á svæðinu-Eiður Smári með krakkann sinn. Öll augu beindust að honum. Hann virtist vanur þessu og brosti út að eyrum. Geggjað veður og fínt í lauginni.
Horfði á 8 mile með Helga áðan. Fín mynd og nú langar mig að fá 8 mile diskinn hennar Drífu brenndan. Atli? Fleiri diskar bíða reyndar brennslu og þar fremstur Riggarobb með Pöpunum. Annars var ég að heyra e-ð um að búið væri að flýta Stuðmönnum til 5. júlí. Það bíður staðfestingar en skiptir svo sem engu máli.
Tveir stórir viðburðir á morgun. Martin skellir sér í læknaprófið og ekki við öðru að búast en að slátrun fari þar fram. Gunnhildur heldur til Svíþjóðar í Orkester Norden í tveggja eða þriggja vikna prógramm og svo beint á fiðlunámskeið í Leipzig. Kemur heim í ágúst. Rugl.
Fylkir vann KR í kvöld og kannski áttu vitleysingarnir úr Árbænum þetta skilið eftir vonbrigði undanfarinna ára.

laugardagur, júní 21, 2003

Miðnæturmót Tennisklúbbsins í gær. Gekk fínt. Plöggaði veitingum fyrir yfir 100 manns (án gríns) á 5 min á föstudagsmorguninn úr þremur bakaríum. Síðan fattaði ég að ég átti ekki einu sinni spaða til að nota á mótinu. Notaðist við e-ð sem ég fann niðrí Víking og það dugði í þriðja sætið.
Það stefnir í "svefnhelgina miklu" því ég svaf til 1 í dag og stefni á svipað núna. Fáránlega bjart úti. Var að koma úr golfi með Arnþóri, Daða og Viðari. Lögðum í hann um kl 17. Spiluðum á Kiðjabergsvelli í Grímsnesi og fórum tvisvar 9 holur en fengum okkur Þrastarlundarborgara í millitíðinni. Efnt var til móts en nafn þess er eigi fyrir viðkvæmar sálir og verður því ekki birt hér. Þess ber þó að geta að skotinn sigraði keðjuna með 1 höggi. Arnþór setti það sem gárungarnir kalla öfugt vallarmet og fór 18 holur á 136 höggum. Ég átti tvímælalaust högg dagsins þegar fullkomið högg mitt rataði í rafmagnslínu og stoppaði. Hverjar eru líkurnar á því?
Stórleikur á morgun í Árbænum. Er að spá í að fá mér dómararéttindi. Þá fær maður frítt inn á alla þessa leiki. Samt, hvort ætli sé betra að borga inn á leikina eða vera álitinn hálfviti af endalaust mörgum fótboltaliðum.
Orð götunnar er að ég ofnoti setningar sem fela í sér spurningu. Arnie og Buffið tóku dæmið "Hversu góður er Zidane?". Kannast ekkert við þetta.

miðvikudagur, júní 18, 2003

Hvað er málið með veðrið? Ágætt í morgun, dúndurdropar eftir hádegi, fínt milli 18 og 20 og svo aftur hellidemba í kvöld. Erum við að tala um hitaskúrir?
Beckham bara farinn. 25 m punda. Þar sem ég held þokkalega með Real ( fyrir utan Figo ) þá er þetta svo sem í góðu lagi. Solskjaer líka að brillera á síðasta tímabili. Vonandi að peningarnir fari í e-ð skynsamlegt. Rustu kemur a.m.k. ekki. Ronaldinho? Eiður?
Fór á KR-ÍA í öðrum áðan. KR vann 4-2 held ég þar sem Jökull setti tvö og Palli Kristjáns, bróðir Stebba Kalla, eitt af 25 m upp í Samúel. Þokkalega harður leikur í bleytunni-Eyjólfur Ólafsson að gera góða hluti.
Okkur félaganna langar mikið á Færeyjar-Ísland í ágúst og ákvað Bjössi að tékka á málinu. Komst hann að því að flugmiði til Þórshafnar væri á 8500 kr. Við í skýjunum en við nánari athugun var þetta flug á Þórshöfn á Íslandi en ekki höfuðborg frænda okkar. KSÍ ferðin kostar 28.000 og það er lending klst fyrir leik og brottför klst eftir. Ekki alveg það sem við höfðum í huga.

mánudagur, júní 16, 2003

Fór á Anger Management með Atla og Drífu áðan. Ágætis mynd og Atli tók nokkrar sprengjur úr salnum þar sem hann hló á við 2 þegar enginn annar skellti upp úr. Djúpur húmor! Við tókum svo laugara ásamt öðru hefðarfólki. Fremstir meðal jafningja Dorrit og Ólafur sem tóku tvistinn niður Laugarveginn. Við Martin kíktum svo á Jónas á Sólon. Þar voru líka Ingi Sturla, Ásgeir og Jón sem er með sóðalegasta hugsanarhátt sem ég veit um. Mjög fyndinn náungi.
Leiðinleg spá fyrir morgundaginn. Það er samt skyldumæting í bæinn og vonandi að e-r góðar hljómsveitir láti í sér heyra á Arnarhóli annað kvöld. Túra lúra ligga lobb ...

sunnudagur, júní 15, 2003

Jónas er íslandsmeistari í tugþraut. Sigraði með u.þ.b. 100 stiga mun. Glæsilegt hjá kappanum.
FAME æfing í kvöld. Ég var gjörsamlega eins og ljósastaur á vellinum. Afleiðingar hjólreiða síðustu viku eru að koma í ljós. Hvað er ég stirður? Og var ég nógu stirður fyrir. Get varla sest inn í bíl venjulega. Hvað þá núna!
MR myndin var sýnd í kvöld. Fín mynd nema hvað skákvinkona mín Anna Þórdís var þó nokkuð pirrandi í hlutverki sínu sem áhugasami nemandinn.
Kíkti að loknum heitum kalkúni á Nonna með Kjartani á Þrauka-Þór/KA/KS. Daði að gera góða hluti því Þraukar sigruðu 2-0. Þraukar eru mikið stemmingslið og á sitt eigið Þraukara lag sem syngst við Last kiss með Pearl Jam. Var lagið tekið við mikil fagnaðarlæti að leik loknum.

Man í fljótu bragði ekki eftir jafnmikilli þynnku. Og þó, Munchen. Mjög gaman í bæ í gær. Perry og Thad voru gríðarhressir. Kíktum á Vídalín, Dubliners og Celtic. Jakkafata Atli og Eggert komu á Celtic ásamt fleirum. Voru þeir í góðum fíling. Við Eggert ætluðum á Nonna en það klikkaði. Spurning um að fara á Nonna núna. Já ég held það.
Við Svessi fórum í sund í gær. Asnalegur opnunartími. Hvorki Vesturb- né Seltjarnarneslaug voru opnar. Skelltum okkur í Laugardalinn.
Nú er ég byrjaður að flagna á eyrunum og hálsinum. Atli og Eggert hötuðu ekki að gera grín að því í nótt.

laugardagur, júní 14, 2003

Íslenska kvennalandsliðið var í þessu að sigra Ungverja 4-1 í undankeppni EM. Erla,Olga,Ásthildur og Margrét Lára með mörkin. Ágætis leikur og að vanda var Ásthildur best. Jökull líkti henni m.a. við Zidane. Gamla stúkan næstum full á Laugardalsvelli.
Ótrúlega gott veður úti og við Svessi á leiðinni í sund. Líklega Vesturbæjarlaugin. Bíð bara eftir að hann hringi. Over and out.
Hrósið fær Valla fyrir að setja link á mig. Hér fær hún tímabundinn link: valla.blogspot.com.

föstudagur, júní 13, 2003

Vinnuviku lokið. Fótboltaæfing hjá Fame þar sem ég eyddi meiri tíma liggjandi í blautu grasinu en standandi. Spurning um að fá sér nýja skó. Við Atli erum Fjölnismeistarar 2003 í tvíliðaleik. Kepptum við fertugar konur og ríkisskattstjóra + 1 og sigruðum með fáheyrðum yfirburðum. Við Atli og Malone horfðum á Mike Bassett, England manager. Hvet ég alla til að sjá myndina. Ótrúlega fyndin á köflum.
Buffið undir stjórn Steinars líklega völtuðu yfir ÍR 5-1 í bikarnum. KR marði HK og Bolli og félagar í Deiglunni töpuðu 2-0 fyrir Víking. Reyndar eru misjafnar sögur um hvaða hlutverki Bolli gegni hjá liðinu. Orð götunnar er vatnsberi !
Steiktihrútur hefur staðfest að Hrútar séu á leið til Eyja.
Hvað er leiðinlegt þegar maður kemst að því að sætar stelpur reyki ? Ég var að komast að því að Ragnheiður Gröndal sem söng Ferrari í Eurovision reykir. Og ég sem var einmitt að fara að hringja í hana. Right.

fimmtudagur, júní 12, 2003

Ótrúlegt með þessa fótboltakrakka. Þegar kemur að þeim að fara í tennis heyrist: "oh, af hverju ", "ég nenni ekki í tennis", "tennis er ömurlegt" etc. Svo kemur á daginn að nánast allir skemmta sér þvílíkt vel. Það eru forréttindi að fá að vinna úti þegar veðrið er svona. Ég held að þeir sem eru í þeirri stöðu og hafa verið undanfarin ár geri sér ekki grein fyrir því hvað það hlýtur að vera ömurlegt að sitja við skrifborð og vinna ( eða læra ).
Íslenska landsliðið í tennis er komið í umspil um sæti í 3.deild. Búnir að vinna Möltu og Kenýa. Flott hjá þeim.
Stuðmenn í Hreddanum 12.júlí. E-ð held ég að Atlinn þurfi að fara að dusta rykið af tjaldinu góða.
Hefur e-r heyrt um Ryan Adams ?

miðvikudagur, júní 11, 2003

Hvað er málið? Annað árið í röð brenn ég fyrsta daginn sem sólin skín af alvöru. Fyrsti vinnudagurinn var í gær og ég tók ekki eftir neinu fyrr en undir 18 leytið þegar ég fann fyrir smásviða á hálsinum. Hann er drullurauður og Schmeichel nefið, a.k.a. jólasveinanefið er aftur á sínum stað. Pirrandi. Að þurfa að ganga með sólarvörn í vasanum á Íslandi er svo sannarlega e-ð til að skammast sín fyrir.
Enn var hjólað til vinnu í dag nema að loknum vinnudegi kíkti ég til Atlans. Tilefnið landsleikurinn að sjálfsögðu. Arnie,Buffið,Hjalli og Kjartan létu sjá sig og skemmtu sér konunglega. Frábær síðari hálfleikur og þrjú glæsileg mörk. Hvað er Eiður góður ? Leggur upp tvö með yndislegum sendingum og tekur þvílíkt svala afgreiðslu sjálfur. Treystum á að Guðni klári keppnina. Guðni ef þú ert að lesa þetta: gerðu það, gerðu það, gerðu það...
Við kjötið horfðum svo á Englendingana pakka Slóvökum saman í seinni hálfleik á Riverside. Slóvakar settu í fyrri og sagði ég um leið að þetta yrði hinn hefðbundni 2-1 sigur hjá Englendingum og spáði mörkum frá Owen og Lampard í seinni. Owen setti tvö og Lampard eitt algjörlega löglegt sem var dæmt af. Færeyingar stóðu í Þjóðverjum fram á 88 mín þegar Klose setti hann og Bobic bætti við öðru.
Er Ísland að fara á EM? Líkurnar á því eru hlægilega góðar, þ.e.að komast í umspilið. Þessi riðill er auðvitað sá langslakasti og ótrúlegt að við séum í fínum málum eftir tvö töp gegn Skotum.
Hvað er málið með blogger? Þetta er gjörsamlega í e-u rugli. Er ekki fólk í stöðugu veseni með að opna síður og þess háttar "or am I the only one" ???
Hlýtur að styttast í Hreddann. Þú verður að láta í þér heyra þegar e-ð er um að vera Drífa !!

þriðjudagur, júní 10, 2003

Gunnhildur og stöllur hennar í Graduale Nobili stóðu sig eins og hetjur á kóramóti í Finnlandi í síðustu viku. Þær komu heim í gær með tvö gull og eitt brons. Þær voru valdar besti kvennakórinn og ungmennakórinn. Til hamingju Gunnhildur, Lilý, Þórunn, Auður, Ylfa, Bjarnheiður, Helga og allar hinar. Ég sótti systur út á völl og tóku þær lagið fyrir viðstadda við mikinn fögnuð.

Síðan kom ástralski frændi minn Perry, sem ég hef aldrei hitt áður, til landsins í gærkvöldi. Mjög nettur strákur, svona 27 ára, svæfingarlæknir sem er samt alltaf að ferðast e-ð og sjaldan lengi í vinnu á sama stað. Svona "go with the flow" náungi. Uppáhaldsíþróttin hans og margra ástralska gengur undir nafninu "footie" þar sem 18 spila á móti 18 á 180 m löngum velli og reglur svipaðar og í rúbbí nema það má ekki henda boltanum heldur aðeins rétta hann. Þetta er víst mjög skemmtilegt. Hann er líka Weezer aðdáandi og hefur farið nokkrum sinnum á tónleika með þeim.

Fyrsti vinnudagur sumarsins í dag. Hjólaði niðrí Víking kl 7:30 í morgun. Tók mig svona hálftíma. Svona 80-100 krakkar í íþróttaskóla Víkings og gekk það hreint ágætlega þótt sumir strákarnir séu alltof miklir fótboltastrákar. Takes one to know one!!
Brunaði svo upp í Fjölni í hádeginu. Tók um 20 min. Þar voru þrír krakkar á tennisnámskeiðinu sem getur verið mjög þægilegt en það er líka mjög takmarkað sem hægt er að gera með þrjá krakka. Aftur niðrí Víking kl 16 og þá tók við tennisæfing fyrir krakka. Hjólaði svo heim í grenjandi rigningu upp úr 18.
Fame lék við Puma í kvöld en í því liði eru m.a. ívar Guðmunds, Auddi Blöndal og Þór Bæring, sem reyndar fékk bara að spila lokamínúturnar í bakverðinum. Þór á bróður sem lítur nákvæmlega eins út nema 20 kg þyngri og er Þór of þungur sjálfur. Sá spilar mark og heitir Jón. Við töpuðum 3-0 og setti Ívar tvö. Sigurjón fékk deddara ársins í stöðunni 2-0 en hvíti víkingurinn setti hann framhjá. Óvenjulegt að sjá. Annars ágætur leikur að mörgu leyti.
Landsleikurinn á morgun. Vonandi að Eiður sé ekki með magakveisu. Hvað væri þetta lið án hans ? Ekki neitt.
Þegar við Atli spiluðum golf á Flúðum var mér litið á kýr sem voru á beit. Hvað er leiðinlegt að vera kind og kú ? Labba innan ákveðins svæðis í fleiri ár og svo verður þér slátrað sem er líklega hápuntur lífs þeirra. Fjallageitur og -kindur hljóta að lifa lífinu. Hvað er ég feginn að vera ekki kind.
Martin hringdi áðan. Verið að skipuleggja Eyjar. Góð stemmning og mun líklegra að maður skelli sér loksins heldur en hitt.
Fjölnismót í tennis um helgina. Stefnt er á sigur.

mánudagur, júní 09, 2003

Við Atli hittum Anton í gær niðrí Vík í fyrsta skipti í nokkur ár. Tony var dúndurhress að vanda og hélt uppi non stop gleði. Meðal annars tók hann misheppnaðasta símaat dauðans í Malone og spurði hvort klukkan væri orðinn hálf tólf þegar Eyvi Kristjáns sagði ".. og upp um hálftón" í útvarpinu.
Ég skutlaði Atla heim kl 16 og ætlaði hann að rotast enda dauðþreyttur eftir drykkjukeppnina. En við erum þokkalega flippaðir gaurar og hálftíma síðar vorum við lagðir af stað upp í bústað. Við eigum bústað hjá Flúðum og tókum við fyrst 9 holur á Golfvellinum. Skelltum okkur svo í grill heim í bústað en héldum svo aftur út á golfvöll og náðum dúndur 9 holum. Atli vann eins og venjulega 48-52 en við spiluðum ávallt af gulu teigunum á Flúðum.
Á Flúðum var sveitaball með "Mönnum í svörtum" og röltum við framhjá svona um 1 leytið. Þá var ekki kjaftur í húsinu þ.a. það virkaði ekki mjög spennandi. Við kíktum því í náttúrulegan heitan pott, Hrunapott sbr. dansinn í Hruna. Tjilluðum þar til 2 og renndum upp í bústað og gripum í Trivial. Sumir hlutir breytast aldrei og fór Skotinn með sigur.
Rifum okkur upp kl 12:30 og fengum okkur brunch. Stálumst svo í 9 holur í viðbót á golfvellinum sem gengu skelfilega og verða ekki tíundaðar hér. Brunuðum svo í bæinn.

Hvað er málið með Hveragerði ? Það rignir alltaf í Hveragerði. Bæði á leiðinni austur og aftur vestur. Í Selsferðinni í 3.bekk var grenjandi rigning. Svo kviknaði í húsi í gær vegna eldinga. Eldingar á Íslandi ! Hvar nema í Hveragerði. Það eina sem Hveragerði hefur er Eden og ef það héti ekki Eden færi enginn þangað því það er hundleiðinlegt þar.
Hveragerði kemst samt ekki með tærnar þar sem Skálholt hefur hælana. Skálholt er tilgangslausasta pleis á jarðríki. E-r kirkja með óþægilegustu stólum í geimi og það er alltaf ógeðslega hvasst þar. Ég sárvorkenni túristunum sem láta plata sig þangað því þar er ekkert að sjá.

sunnudagur, júní 08, 2003

Það fór svo að Lókarnir báru sigur af Hrútunum með allra minnsta mun. Keppnin hófst á golfi á heimavelli Lókanna, Vatnsleysustrandarvelli. Buffið og Arnie máttu sín lítils gegn Þórólfi og Bensa þótt Arnie og töpuðu með 4 1/2 - 1 1/2. Atlinn átti stórleik gegn Tryggvanum en það kom fyrir lítið enda Tryggvi golfkempa mikil. Hins vegar tókum við Stebbi, Gunna og Sæma í gegn og sigruðum 4 1/2 -1 1/2 þar sem Stebbi átti högg dagsins, 2m pútt fyrir pari beint oní. Hann er eflaust enn að jafna sig.
Leikið var í fótbolta að loknum landsleiknum á gervigrasinu í Garðabæ. Þar var í raun aldrei spurning um sigur og reyndar leyfðum við Lókunum að skora nokkur mörk til að lengja leikinn.
Drykkjukeppnin hófst svo hjá Dollanum um kvöldið. Keppt var í "Sæmi-open" þar sem menn skulu drekka 1/4 glas af bjór á hverri mínútu og fæst 1 stig fyrir mínútuna. Stebbi náði 7 stigum, Buffið 12, ég 15 en Atlinn var í öðrum pakka. Þegar hann var kominn í 23 skrapp hann út og ældi sem þýddi 15 mínusstig. En hann kom aftur til leiks endurnærður eftir æluna og fór upp í 36 mínútur og skellti í sig bjór sem jafnaði leikinn. En Atlinn náði ekki að halda þeim síðasta niðri og tók mestu ælu sem sést hefur norðan miðbaugs síðan Egill Skallagrímsson var og hét.Ælan var svo kraftmikil að hann endurkastaðist. Hann stóð sig samt eins og hetja kallinn. Þetta þýddi að Lókarnir höfðu sigrað í fyrsta árlega "ramdick open".
Landsleikurinn var ágætur. Ágætis fyrri hálfleikur og fínt mark en eftir að Færeyingarnir jöfnuðu gátum við ekki neitt. Flott mark samt í restina sem bjargaði málunum. Vonandi að liðið nái að sigra Litháana en er ég ekki bjartsýnn.

föstudagur, júní 06, 2003

Fór í sund í dag. Mjög fámennt í Vesturbæjarlauginni. Gömul kona kom í pottinn og var e-ð efins um nuddtækið þar en vildi prófa. Hún staðsetti sig því í miðjum pottinum til að krafturinn bæri hana ekki ofurliði. En þetta reyndist henni fullerfitt og kom hún sér aftur og aftur í þá stöðu að vera komin alveg upp að mér og þurfa að færa sig aftur því hún hafði ekkert til að styðja sig við eða halda í. Kannski voru e-r aðrir straumar sem voru í gangi í pottinum en læt ég það vera því eins og flestir vita hafa efri mörk ávallt miðast við Clausen þótt það kunni að breytast vegna vafasamra breytinga sem orðið hafa á yngismey þeirri undanfarið.
Við Svínn og Kjarta'gnan tókum í spil áðan, nánar tiltekið nýja Trivial. Ber þar hæst að ég bar höfuð og herðar yfir Svíann enn hann á þann vafasama árangur að baki að hafa aldrei sigrað mig í því ágæta spili og höfum við þó spilað hans útgáfu af spilinu í flestum tilfellum. Svíinn er þó vís til að neita þessu.
Við fjárfestum í miðum á leikinn í dag. Arnie,Buff,Kjöt,Stebbi G auk undirritaðs skella sér á völlinn en þó á mismunandi hátt. Daði plöggar sér, Arnie fær frímiða en við hinir erum með miða á mismunandi stað þ.a. við vonumst eftir því að ekki verði uppselt á völlinn. Því hvet ég fólk hérmeð til að mæta ekki á leikinn.

fimmtudagur, júní 05, 2003

Túra lúra ligga lobb já þvílíkt og annað eins riggarobb er ég var á sjó með Sigga Nobb og Sigga Jóns og Steina ! Búinn að vera með þetta á heilanum í allan dag. Síðasta einkunnin datt inn í dag. Við erum að tala um 7 í eðlisfr 2 og stærðfrgr.2, 7.5 í asnalegasta námskeiði í heimi tölvuteiknun og framsetningu og 9 í Greiningu burðarvirkja og Líkindafræði. Það segir allt um þetta teikninámskeið að Malone fékk 8 í því og var það algengasta einkunnin í kúrsinum.
Annars gerði ég við afturdekkið á hjólinu í dag og stefni á að hjóla í vinnuna í næstu viku. Þokkalegur hjólreiðatúr: niður í Víking-vinna 9-12, þá upp í Grafarvog-vinna 13-16 og svo þrisvar í viku aftur í Víking og vinna 16:30-18. Maður kæmist í þokkalegt form ef af yrði.
E-ð hafði Skoskihrútur fyrir sér er hann ritaði hér fyrir nokkru: "E-ð held ég að næsti leikur sem er að ég held gegn Skaganum ráði því hvort Kiddi þjálfari haldi starfinu". Kiddi er farinn og að sjálfsögðu er Gaui Þórðar orðaður við stöðuna.
Tókum hörkubolta úti á Nesi áðan. Alltaf gaman í fótbolta.
Hvet alla til að mæta á landsleikinn á laugardag. Ísland má hreinlega ekki tapa.
Jónas er að standa sig vel á Möltu. Brons í þrístökki og 4 sæti í langstökki. Algjör töffari!!

miðvikudagur, júní 04, 2003

Blenzig. Við Svíinn vorum að koma úr golfi. Mun betri hringur en í gær nema púttinn voru skelfileg. Þegar hring var lokið skaut ég á að Atli hefði sigrað 54-57 en nei nei, 48-51. Menn vel sáttir við skorið og nokkuð ljóst að Skotinn hefði slátrað Kjötinu hefðu púttinn gengið sinn vanagang. Það var hins vegar leiðinlegt að enn á ný var enginn til þess að taka við vallargjaldinu þ.a. við verðum bara að borga næst.
Aðalfundur Víkings var í kvöld og var í lengri kantinum. Nákvæmlega 30 atkvæðabærir menn voru mættir á fundinn en vegna óánægju á störfum aðalstjórnar ákvað knattspyrnudeildin að hunsa fundinn. Mikið fiff var í gangi og hinum og þessum fengin sæti á listum deilda sem nýttu ekki fulltrúafjölda sinn. Það er þetta formlega rugl sem fer í taugarnar á mér. Skýrsla formanns lesin á hraða skjaldbökunnar þegar hún er hvort eð er beint fyrir framan mann í bókinni. Almennar umræður voru ágætar og orð kvöldsins var: "fýla", s.s. "...að fulltrúar knattspyrnudeildarinnar fari bara í fýlu er...
Annars vil ég auglýsa að um helgina geta allir komið niður á tennisvelli Tennisklúbbs Víkings í Fossvogi og spilað tennis endurgjaldslaust. Spaðar og boltar lánaðir út og tennisfólk til aðstoðar á staðnum. Við Atli verðum á sunnudeginum vegna hins alþjóðlega og árlega Ramdick open.
Þakka Atla,Daða og Drífu kærlega fyrir linkana sem ég hef fengið og verða þeir endurgoldnir hið fyrsta, þ.e. þegar ég heimsæki læknisfræðinemann Martin í lærdómskompuna á Háaleitisbrautinni. Martin hefur það nefnilega fyrir góðan vana að fiffa það sem fiffa þarf.
Over and out.

þriðjudagur, júní 03, 2003

Fór á líklega leiðinlegasta fótboltaleik ævi minnar í kvöld, Fram-ÍA. Skaginn var sterkari og átti skot í stöng auk þess sem Buffið bjargaði á línu en annars voru þetta 2 hours wasted. KR-ingar skíttöpuðu hins vegar á Akureyri fyrir stórskyttunni Hreini Hringssyni og félögum. Annars var FC Fame æfing í kvöld úti á Nesi í fínu veðri. Vel tekið á og virkilega gaman.
Kl 23 fórum við Atli svo í golf. Tók 4 upphafshögg á fyrsta teig en þetta lagaðist þegar á leið. Atlinn sigraði þó með 5 högga mun 60-55. Skítkalt þegar á leið en næg birta.
Liðsskipan hrútanna fyrir Ramdick open verður: Arnþór,Atli,Daði,Eggert,Stebbi,Steini og undirritaður. Spurning um að hittast og leggja línurnar.

mánudagur, júní 02, 2003

Búið er að dagsetja Ramdick open. Keppnin verður háð næsta laugardag og hefst keppnin á golfi á golfvellinum á Vatnsleysuströnd. Síðan er það líklegast hópferð á landsleikinn áður en keppni verður háð í fótbolta. Að lokum verður svo keppt í kappdrykkju heima hjá Dollanum um kvöldið. Hljómar spennandi og nokkuð ljóst að hrútarnir verða að gefa lágmark 50% í keppnina til að knýja fram sigur.
Annars horfði ég á Godfather part 3 áðan. Ég hélt alltaf að hún ætti að vera e-ð léleg en ég get a.m.k. ekki tekið undir það. Toppmynd þótt hún sé kannski ekki meistaraverk á borð við 1 og 2. Mér þætti fróðlegt að sjá samanburð á lengd þessara þriggja hluta við Hringadrottinssögu. Það er alltaf talað um að LOTR sé svo svakalega löng en ég er ekki frá því að Godfather myndirnar séu hreinlega lengri. A.m.k. er nr 2 200 min og nr 3 160 min.
Kíkti á Atla í vinnuna í dag. Bara í outfit og læti. E-ir perrar dauðans að vinna með honum og hvet ég hann sjálfan til að segja sögur úr vinnunni. Fram-ÍA á morgun og allar líkur á að maður láti sjá sig ekki síst þar sem góðar líkur eru á að hetjan verði í eldlínunni. Hitti meistara Braga Halldórs eldhressan í bankanum í dag. Bara á leiðinni í ársfrí sem notað verður í skrif. Er annað meistaraverk á leiðinni? Efast um að hægt sé að toppa Ljóðamál!!
Að lokum heillaóskir til Eyvindar með þennan ótrúlega árangur.

Skotinn mættur á klakann eftir viku í heimalandinu. Fórum fjórum sinnum í golf, í eina massíva gönguferð en annars bara chillið. Gaman að skrýtnnum nöfnum. Á flugvellinum í Glasgow heyrðist í kallkerfinu:"attention,passanger Drinkwater...". Hvað er málið? Mulningsvélin FC FAME er komin á skrið eftir 5-3 sigur á Dufþaki í bikarnum í gærkvöldi. Í stöðunni 1-1 tók Siggi aukaspyrnu og "yours sincerely" henti sér fram og skallaði boltann að hætti Klinsmanns í stöngina og eftir línunni þar sem senuþjófurinn Ingi setti hann af öryggi í netið. Hetjan Þorkell Guðbrandsson var frammi hjá Dufþaki en var pakkað saman að hætti hússins. Næsti leikur verður gegn Puma eftir viku eða e-ð en Puma er skipað FM hnökkum á borð við Þór Bæring og Ívar Guðmunds.
Það er ekki annað hægt en að lýsa yfir vonbrigðum með byrjun Frammara á tímabilinu. Eitt stig úr þremur leikjum, reyndar gegn sterkum liðum (sterkum á íslenskum mælikvarða). E-ð held ég að næsti leikur sem er að ég held gegn Skaganum ráði því hvort Kiddi þjálfari haldi starfinu.
Það er líka farið að hitna undir sætinu hjá okkar beloved Daða Rafnssyni aðstoðarþjálfara Þrótts/Hauka í kvennaboltanum. Liðið situr á botni deildarinnar með 0 stig og markatölu 1-18 og liðið dottið úr bikarnum eftir 3-4 tap gegn Skaganum. Þykir ljóst að Daða hafi ekki tekist að innleiða hvergerðiska sambaboltann í liðið eins og lagt var upp með í upphafi. Útsendari www.kolbeinntumi.blogspot.com var á bikarleiknum og rak þar augun í gríðarsterkan vinstri kantmann liðsins sem vegna hraða og útsjórnarsemi minnti hann helst á Kanchelskis. Var þar engin önnur en Bjarney "Kan Kan" Bjarnadóttir á ferðinni sem greinilega er í toppformi ef marka má útsendara vefsins.
Annars er helst í fréttum að Lee Sharpe þakkaði Daða fyrir leikinn í Grindavík en ekki öfugt eins og fram kom e-s staðar. Beðist er velvirðingar ef fólk misskildi þetta á einn eða annan hátt.

sunnudagur, júní 01, 2003

Grand finale
Jæja þá er stundin runnin upp. Tumi kominn á klakann og ég hættur í bili. Aldrei að vita nema maður taki upp á vefannálaskrifum í ljósi áskorana, svona þegar sumarið fer að brosa við manni á ný. En það gerist eftir va 24 daga skv mínum útreikningum og verður ægigaman. Annars vildi ég hérmeð óska Jónasi góðs gengis á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Ég hvet svo Tuma til að birta tölfræðina um umferðina hér vikuna hans og vikuna mína svo við sjáum hvor okkar er vinsælli.
Reunion
Eru ansi hreint skondin fyrirbæri. Þau tröllríða nú okkar árgangi enda eins árs stúdentsafmæli og fimm ára útskriftarafmæli úr grunnskóla á árinu. Ég fór einmitt á stúdentsreunion í gær og fór vel á því þar sem slétt ár var frá útskrift. Þar var nú reyndar ekki þetta klassíska reunionspjall, sem helgast nottla af því að flestir krakkarnir eru í HÍ og hittast þal oft á árinu. Fyndnara eru reunion þar sem langt er síðan fólk hittist. Þar eru öll samtölin eins og byggjast á eftirfarandi setningum
  • Nei blessaður
  • Hvað segirðu
  • Hvað ertu að gera núna (þessu fylgir jafnan: jááá er það ekki fínt)
  • Hvar ertu að vinna í sumar?(eða bara hvar ertu að vinna)
  • Ertu kominn með maka?(ásamt samsvarandi spurningum um makann ef hann er fyrir hendi)
  • Er X hérna (þar sem X er nafnið á besta vini mannsins sem rætt er við og samsvarandi spurningar fyrir vininn ef hann er ekki á staðnum)
  • Jájá heyrðu ég ætla að fara hérna að...
    Bíð þal spenntur eftir grunnskólareunioninu til að sjá hvort það falli í þennan pakka.
    DV
    Á ekki mikið eftir. Hver misheppnaða markaðsherferðin rekur aðra og tam kemur "nýtt útlit" á blaðið á morgun. Þetta er í annað skipti á árinu sem þeir skipta um útlit. Um mánaðarmótin voru svo uppsagnir hjá þeim og blaðið hefur verið á útsölu, á 100 kall í meira en mánuð, og í dag sá ég að meira að segja stolt DV, helgarútgáfan var boðin á 100 kall. Mín spá: 3-5 mánuðir í gjaldþrot.
    So long and thanks for all the fish
    Ég hef ákveðið að kveðja með þessari tilvitnun í skemmtilega bók og efni jafnframt til keppni milli lesenda um hver verði fyrstur að nefna bók og höfund jafnvel . Að hætti Eggerts bið ég lesendur heil að lifa