miðvikudagur, september 29, 2004

Bara í slappari kantinum, hálsbólga farin að gera vart við sig. Var að ljúka 2 klst sjónvarpsglápi af Frasier, West Wing og Sopranos. Steve Buscemi farinn að leika í Sopranos en hann er náttúrulega snillingur. Svolítið svartsýnn á að missa af 3. árs ferð og Oktoberfest á föstudaginn en ekki er öll nótt úti enn.
Utd rúllaði yfir Fenerbache í gær skilst mér en ég sá ekki nema hluta af fyrri hálfleik. Þurfti að sinna fjölskylduskyldum með mætingu á tónleika Blásarakvintettsins. Breiðnefurinn fær hrós fyrir að skella sér með. Þann part sem ég sá var bara ótrúlegt veldi á Utd. Rooney með geðveika afgreiðslu í fyrsta markinu og svo voru tvö næstu ekkert síðri. Ef e-r hefur e-n tímann byrjað betur hjá e-u liði skal ég hundur heita. Skárra en síðast þegar Utd spilaði við Fenerbache '97 á Trafford og töpuðu 0-1 með marki frá Evar Bolic á '90 min.
Ótrúlega margir óvirkir bloggarar hérna til vinstri. Tenglar þeirra hanga á bláþræði svo vægt sé til orða tekið. Fólk eins og Atli, Buffið, Eggert,EinarO,Gugga, Guja auk Breiðnefsins. Takið ykkur á gott fólk.
Annars fær Alli hrós dagsins því þótt mér skilst að það sé æfingapása hjá KR-ingunum sást til hans í útihlaupi ásamt bigshot uppi á Norðurljósum.

sunnudagur, september 26, 2004

Ekkert varð úr golfmóti á föstudaginn vegna veðurs sem var frekar mikill bömmer þar sem við ætluðum okkur stóra hluti. Mættum þá bara dúndurhressir í partýið úti á Nesi eftir smáupphitun hjá Tryggva. Fínasta stemmning en samt færri en ég hafði reiknað með. Svo bara bærinn þar sem Pravda var stemmningin eins og undanfarna föstudaga.
Skokkaði af mér alla þynnku upp úr hádegi á laugardaginn fyrir leikinn. Utd er komið á skrið eftir tvo mjög góða sigra í röð. Ekkert spes leikur en við unnum sem er auðvitað fyrir öllu. Annars gerði ég voðalítið yfir daginn en svo fór familían í matarboð til Atla og fjölskyldu um kvöldið. Fengum þvílíkt góða önd og bara þvílíkt gaman. Eiginlega ótrúlegt hvað foreldrar okkar ná vel saman m.v. hvað þeir eru algjörlega ólíkir.
Búinn að vera að læra fyrir GRE ensku prófið í dag sem ég tek eftir 4 vikur. Þetta er fáránlega þungt próf sem tekur rúma 3 tíma. Bæði er enskan virkilega snúin og eins hefur maður engan tíma til þess að hugsa. Prófið skiptist gróflega í 2 ritgerðahluta, 2 stærðfræðihluta og 2 enskuhluta. Verð að vera virkilega duglegur næstu vikurnar ef ég ætla ekki að skíta á mig í þessu prófi.

fimmtudagur, september 23, 2004

Það gerðist í gær sem ég er búinn að bíða eftir lengi. Sumir fótboltamenn hafa verið heldur betur svalir í gegnum tíðina í mikilvægum vítaspyrnum. Totti í undanúrslitum EM 2000, Postica móti Englandi á EM í sumar og svo hefur Henry gert e-ð af þessu. Allir vippa þeir boltanum í mitt markið á meðan markmaðurinn leggst í annaðhvort hornið. Í gær hins vegar tók Totti víti á móti e- u miðlungsliði í Seria A og viti menn, chippaði boltanum á mitt markið en markmaðurinn stóð kyrr í miðju markinu og greip boltann. Algjör snilld.
Golfmót hjá Verkfræðinni á föstudaginn og ætlum við Tryggvi að gera góða hluti. Texas Scramble kerfi og dregst frá eitt högg fyrir hvern bjór sem drukkinn er. Ef Tryggvi stendur sig eðlilega í golfinu og ég held uppteknum hætti í bjórnum þá ættum við að geta verið í baráttu um sigurinn. Reyndar ömurleg veðurspá en what the fuck.

þriðjudagur, september 21, 2004

Jæja, það gleður kannski e-n að ég er að skríða saman eftir leiki sunnudagsins. Það var hins vegar magnaður hlutur sem gerðist í bæjarferð laugardags sem gleymdist að segja frá í síðustu færslu. Þegar við Tryggvi og Sæmi röltum yfir lækjargötuna um svona 04 leytið sáum við kviknakinn mann með bjór í hönd. Hann virkaði bara helvíti hress þar sem hann gekk stórum skrefum af laugaveginum niður í austurstrætið.
En að mikilvægari hlutum. United voru að spila fínan fótbolta í gær gegn erkifjendunum í L'Pool. Sérstaklega yfirspiluðu þeir þá í fyrri hálfleik þar sem þeir unnu allar tæklingar og voru alltaf mættir í bakið á mönnum. Frábært að fylgjast með þessu. Ronaldo átti frábæra spretti en gerði þetta stundum of flókið. Að hafa örvfættan mann í vinstri bak er líka að skila sér vel og svo skiptir öllu að Rio er kominn aftur. Utd samt bara með 9 stig af 18 mögulegum sem er langt í frá viðunandi. Verður spennandi að sjá gegn Tottenham á laugardaginn.
Í dag var kosning um hvert ætti að fara í útskriftarferð. Kosið var milli Afríku (Egyptaland-Kenya) og Asíu (Kína-Tæland). Afríka sigraði 16-13 en ég kaus reyndar Asíu. Spurning um að fara að æfa sig að ganga með hluti á hausnum.

sunnudagur, september 19, 2004

Stundum langar mann ekkert meira en að gráta.

Enn ein tvöföld að baki. Fórum í vísó í Húsasmiðjuna á föstudaginn þar sem Breiðnefurinn fór á kostum enda þekkir hann þar hvern krók og kima. Þetta var bara mjög fín ferð og frumleg þar sem okkur var boðið upp á beyglur auk ískalds fljótandi brauðs. Svo átti að vera e-r þjóðhátíðarstemmning á Pravda á eftir en ég verð að játa það að ég heyrði ekki eitt einasta þjóðhátíðarlag. Hitti Hauk Sigurðsson sögukennara á djamminu í bænum þar sem hann rifjaði upp fyrir mér bardaga 1238 þegar Sturla Sighvatsson var að berjast við.... já, ef ég myndi meira.
Afrekaði nú frekar lítið á laugardeginum nema að horfa á boltann og fara í gymmið. Salurinn hjá HÍ er miklu flottari núna þ.a. aldrei að vita nema maður verði duglegur að kíkja. Nýbúinn að hrista af mér bjór föstudagskvöldsins þegar ákveðið var að hittast í bjór og petsu hjá Tryggva. Fórum í drykkjuleiki þar sem ég var alveg fáránlega óheppinn. Í morgun komst ég hins vegar að því að ég var ekkert svo óheppinn heldur í hvert einasta skipti sem ég fór frá borðinu, á klósettið eða að svara í símann, var spilunum raðað á þann veg að allt lenti á mér. Fórum svo í bæinn og kíktum á Kaffibarinn, Sólon og Hverfis.
Engin þynnka í dag þ.a. það er engin afsökun fyrir að mæta ekki til Grindavíkur. Víkingarnir þurfa að vinna og treysta á tap hjá Fram og KA. Ekki miklar líkur en maður vonar það besta.

miðvikudagur, september 15, 2004

Fór með KK á „Coffee and cigarettes" áðan. Fullt af stjórstjörnum úr skemmtanalífinu í hlutverkum í myndinni. Bill Murray, Steve Buscemi, Cate Blanchett, Roberto Benigni, Iggy Pop, Tom Waits auk meðlima White Stripes og Wu-tang. Mjög sérstök mynd þar sem hún er 10-12 sjálfstæðir kaflar sem fjalla um fólk að drekka kaffi, reykja og umfram allt spjalla. Mjög fyndin á köflum en breytti svo sem ekkert lífi mínu. Alveg óþolandi e-r strákafífl í sætisröðinni fyrir aftan okkur. Töluðu saman eins og fólk talar á skemmtistöðum um helgar þegar maður heyrir ekkert meðan á myndinni stóð, sugu upp í nefið og hóstuðu non-stop, hlógu ógeðslega hátt (ok, ég á það til að gera það stundum en óþarfi að yfirgnæfa alla), voru með e-ð nammi í poka sem brakaði fáránlega hátt í. Var svolítið að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera í stöðunni:

1. Ekkert
2. Snúa mér við reiður og segja þeim að drulluhalda kjafti því það væri fleira fólk í salnum.
3. Snúa mér við og biðja þá vinsamlega um að hafa lægra.

Auminginn sem ég er gerði auðvitað ekkert sem gildir reyndar um alla í salnum.

Ótrúlegt að lesa fréttir þess efnis að Roy Keane hafi verið að buffa e-n 16 ára strák nærri heimili sínu, væntanlega í Manchester, um daginn. Fréttaflutningurinn var líka frekar fáránlegur þar sem hann var víst að ganga með hundinn sinn þegar hann réðst (að tilefnislausu) á strákinn. Þegar blaðamenn spurðu meistarann út í þetta svaraði hann engu og bað þá um að drulla sér í burtu. Utd má nú ekki við e-u svona rugli akkurat núna eftir frekar dapurt gengi. Það er hins vegar bara tæp vika í Rio Ferdinand, Nistelrooy spilaði síðasta leik og Rooney er víst byrjaður að æfa.

sunnudagur, september 12, 2004

Hmm, heldur mikið búið að gerast um helgina. "Eyjólfur" lenti í 2. sæti í HM fótboltamóti HÍ á föstudag. Hentum lærisveinum Stebba Kalla, með Alla og Palla fremsta í flokki, í burtu í undanúrslitum og vorum svo hlægilega nálægt því að vinna í úrslitunum. Hlægilega? Já, 1-0 yfir þegar dómarinn segir "10 sek eftir". Þeir taka stutt horn, boltinn kemst að lokum inn á teiginn þar sem honum er loksins skóflað frá. E-r í hinu liðinu öskrar víti og viti menn, dómarinn dæmir víti. Mátti ekki sjá hverjir væru meira undrandi, við eða Selborgarmenn (FC HNAKKUS:)). Þeir skoruðu úr vítinu og Nielsen hefur grátið sig í svefn allar nætur síðan enda vítið dæmt á hann án þess að nokkur vissi hvers vegna. Svo unnu þeir í vító. Frekar svekkjandi en þetta víti er samt atvik sem verður fínt að rifja upp næstu árin.
Vísó á föstudag í Malbikunarstöðina. Strax boðið upp á að fá sér af veigum í fljótandi sem föstu formi en síðan hófst alltof langur fyrirlestur án nokkurrar pásu og ekki laust við að undirritaður hafi verið í þreyttari kantinum. Svo var haldið á Pravda þar sem Aðalmaðurinn náði í mig og fórum við ásamt Snorra frænda í 3. árs partý hjá Vélinni hjá Ásdísi. Fínasta stemmning þar enda Vélin loksins farinn að meta verk meistara Hemma Gunn.
Minn kominn með Skjá einn og ekki leiðinlegt að vakna og kveikja á enska boltanum. Áður en ég vissi af var klukkan farinn að ganga 20 og lokahóf FC FAME handan við hornið. Hófið var haldið á Players og voru tæplega 20 Frægðarmenn mættir. Veitt voru verðlaun fyrir hina ýmsu hluti, flest gul spjöld, flest klúðruð færi, flest klúðruð víti, mestu framfarir og besti leikmaður. Höddi var valinn bestur og fékk ég á e-n óskiljanlegan hátt titilinn mestur framfarir 2. árið í röð. Bæði árin hugsa ég að Kjartan hefði rústað þessu ef það hefði verið kosið um þetta af leikmönnum. Svo spilaði Hunang fyrir ágætis dansi þar sem slátuvélinn var ekki lítið tekinn. Annars var maður vel í yngri kantinum þarna inni, meðalaldur vel yfir 30 ár.
Náði að rífa mig upp í dag til að mæta í Víkina kl 14, Víkingur-ÍA. Skelfilegasti leikur hjá flestum Víkingunum og 1-4 tap staðreynd. Til að Víkingur falli ekki þurfa þeir að vinna í Grindavík eftir viku og Buffið og félagar í Fram að tapa heima fyrir Keflavík sem ég held að sé ekki fræðilegur að þeir geri. Grétar og Baddi voru eiginlega einu leikmennirnir sem gátu e-ð og börðust allan tímann.
Annars er Atli búinn að skrifa e-ð um ferðina okkar á síðuna sína ef e-r hefur áhuga.

miðvikudagur, september 08, 2004

Ágætis frammistaða hjá landsliðinu í gærkvöld en það á ekki hjá þeim að ganga. Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þetta hafi alfarið verið dómaranum að kenna en það var vissulega vendipunktur í leiknum þegar brotið var á Eið á stórhættulegum stað en í staðinn fá Ungverjar skyndisókn og komast yfir. Flestir voru góðir í leiknum og fannst mér Arnar-arnir bara þokkalegir svona til tilbreytingar.
Við kepptum í háskólamótinu í fótbolta í rigningu og roki í gær, reyndar var veðrið alveg þolanlegt. Unnum alla leikina og keppum aftur í dag í 8-liða úrslitum. Djöfull hefði verið fínt að klára þetta í gær. Hundleiðinlegt að klæða sig í gallann fyrir einn 16 mínútna leik. En þá verðum við bara að vinna þennan leik til að fá annan.
Kominn tími á að hrósa nokkrum vel völdum einstaklingum:
-Kenneth Breiðfjörð fær hrós fyrir að mæta í ömurlegu veðri á Ásvelli til að styðja við bakið á uppáhaldsliðinu sínu
-Ari Tómasson fær hrós fyrir að láta heyra í sér í fantastemmningu í Svíþjóð
-Defoe fær hrós fyrir að skora glæsimark í fyrsta landsleiknum sem hann byrjar inn á

þriðjudagur, september 07, 2004

Fame kláraði tímabilið með sóma í kvöld. Unnum 5-1 og ég held hreinlega að við höfum endað tímabilið með bestu markatöluna í riðlinum. Það dugði nú samt aðeins í 6. sæti af 12. Lokahóf á laugardaginn á Players þar sem fagnað verður að hætti Frægðarmanna.
Keppti í Kollgátunni með þeim félögum Jens og Jóni Árna f.h. verkfræðinema. Við mættum Lagadeild sem höfðu meðal annars að skipa Önnu Pálu úr Gettu Betur liði MH-inga til margra ára. Skemst frá því að segja að við töpuðum 32-30 eftir frekar spennandi keppni þar sem við vorum lengst af yfir. Jón Árni var aðalmaðurinn en við Jens áttum okkar spretti.
Svo verður væntanlega blautasti bolti ever á Háskólatúninu á morgun og hinn í HM. Ekki beint heillandi að spila bolta í kulda, vindi og grenjandi rigningu á gegnblautu grasinu. Við erum með lið úr byggingunni en ég er að spá í að taka bara markið enda dauðuppgefinn eftir hlaup síðustu daga og svo eftir leikinn áðan.

mánudagur, september 06, 2004

Maður er ennþá að jafna sig eftir tapið hjá landsliðinu á laugardaginn. Alltaf sama sagan. Fyrsti leikur í riðlinum á heimavelli gegn nokkuð sterku liði og þjóðin full bjartsýni eins og leikmennirnir eftir Ítalíu leikinn og svo skelfilegt tap. Þetta gerðist líka gegn Dönum og Skotum í síðustu tveimur undankeppnum. Árni Gautur tekur á sig a.m.k. þriðja markið en liðið fékk ekki færi í öllum leiknum og átti ekkert annað en tap skilið. Vonandi að þeir standi sig í Ungverjalandi á miðvikudaginn eins og um árið þegar Höddi Magg setti sigurmarkið í geðveikum baráttuleik.

Skólinn rétt byrjaður og skipulagning fyrir útskriftarferð í fullum gangi. Við Nielsen munum sjá um blaðið "Upp í vindinn" sem er einn aðalfjáröflunarleið okkar. Ég átta mig ekki ennþá á því að ég hafi fengið Nielsen með mér í þetta og reyndar enn síður að hann ætli sér að fara í ferðina. Svo er hann kominn aftur í Stjörnuna, alveg óútreiknanlegur þessa dagana. Það var allavegna heilmikið rætt og spekúlerað í dag og fullt af góðum hugmyndum um fjáröflunarleiðir.

Síðasti leikur hjá Fame þetta tímabilið er á morgun og lokahóf um helgina. Spurning um að vera e-ð aðeins rólegri á því en á laugardagskvöldið en sunnudaginn lá ég í rúminu fyrir framan sjónvarpið fram að kvöldmat og eina ástæðan fyrir því að ég yfirgaf rúmið þá var að það voru gestir.

laugardagur, september 04, 2004

Reykingar eru það ógeðslegasta sem ég veit. Fór edrú inn á Grand Rokk í gær og það geri ég aldrei aftur. Nógu slæmt að vera að reykja heilan sígarettupakka í einu óbeint á djamminu en í gær náði ég varla andanum á köflum. Allt í einu finnur maður að hálsinn er bara stíflaður af reyk sem er frekar ógeðsleg tilfinning. Líka ótrúlegt hvað maður getur verið að tala við áhugavert fólk sem á sama tíma blæs reyknum sínum beint í smettið á manni, eins og það hafi enga hugmynd um að það sé ástæða fyrir því að maður reyki ekki. Ég hef lengi verið stoltur af því að hafa aldrei á ævi minni fengið mér svo mikið sem einn smók en það væri samt fróðlegt að vita hversu margar sígarettur ég hef reykt óbeint á ævinni þótt það yrði örugglega í pökkum talið.

föstudagur, september 03, 2004

Kallinn kominn heim eftir virkilega vel heppnaða ferð. Sama hvert maður fer, maður veit alltaf að maður verður kominn aftur heim eftir e-a daga eða vikur, til langbesta lands sem a.m.k. ég hef kynnst ennþá. Rosalega væmið allt þetta, "elsku Ísland" e-ð en einfaldlega staðreynd. Helstu punktar úr ferðinni:

Bologna-Rimini-San Marino-Siena-Milano-Comovatn-Zurich-Liechtenstein-Innsbruck-Gardavatn-Bologna. Skemmtilegast var í Liechtenstein enda komumst við þar í fótbolta á helvíti fínum velli og það var ABBA show um kvöldið í miðbænum. Innsbruck var mjög falleg borg og síðan var virkilega fallegt við Comovatnið og Gardavatnið. Tókum líka tvær nætur á sveitahóteli í Appenínafjöllum þar sem við vorum með íbúð og elduðum flottan mat og chilluðum í sundlauginni og basically slöppuðum af. Fórum á Inter-Basel í Milano ásamt 60.000 öðrum. 4-1 fyrir Inter í þrælskemmtilegum leik. Bættum við heilmörgum bjórum í bjórsafnið okkar og ég lenti ekki í neinu veseni í þetta skiptið.
Ég las Da Vinci Code úti og er þetta einfaldlega langbesta bók sem ég hef lesið um ævina. Ekki það að ég hafi lesið margar en þessi slær allt út. Endalaust spennandi og þvílíkur fróðleikur sem gerði það að verkum að ég var límdur við bókina hvenær sem tækifæri gafst til.

Annars bara skólinn og læti í dag, helvíti gaman að hitta liðið aftur og svo er það 21 árs landsleikurinn á eftir niðrí Vík þar sem þrír Víkingar eru í byrjunarliðinu.