þriðjudagur, september 07, 2004

Fame kláraði tímabilið með sóma í kvöld. Unnum 5-1 og ég held hreinlega að við höfum endað tímabilið með bestu markatöluna í riðlinum. Það dugði nú samt aðeins í 6. sæti af 12. Lokahóf á laugardaginn á Players þar sem fagnað verður að hætti Frægðarmanna.
Keppti í Kollgátunni með þeim félögum Jens og Jóni Árna f.h. verkfræðinema. Við mættum Lagadeild sem höfðu meðal annars að skipa Önnu Pálu úr Gettu Betur liði MH-inga til margra ára. Skemst frá því að segja að við töpuðum 32-30 eftir frekar spennandi keppni þar sem við vorum lengst af yfir. Jón Árni var aðalmaðurinn en við Jens áttum okkar spretti.
Svo verður væntanlega blautasti bolti ever á Háskólatúninu á morgun og hinn í HM. Ekki beint heillandi að spila bolta í kulda, vindi og grenjandi rigningu á gegnblautu grasinu. Við erum með lið úr byggingunni en ég er að spá í að taka bara markið enda dauðuppgefinn eftir hlaup síðustu daga og svo eftir leikinn áðan.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim