"Ég fer í fríið, ég fer í fríið, ég fer í fríið". Já betra verður fararteskið ekki en sigur á Ítölum í kvöld 2-0 á stútfullum laugardalsvelli. Alveg magnað að sjá bylgjuna fara allan hringinn svo ég tali ekki um þegar Eiður hirti frákastið og svo þegar Gylfi "heiti" Einarsson hamraði boltann í netið. Greinilega sjóðandi heitur í augnablikinu enda nýbúinn að ganga frá Rosenborg. Við Skermurinn fjárfestum í íslenskum fána og svo verður víkingahatturinn með í för þ.a. við verðum svakalegir á San Siro eftir viku.
Aldrei að vita nema maður skelli e-u hérna inn þegar maður kíkir á netcafé úti en annars bið ég bara fyrir kveðju, sérstaklega til hetjanna sem sitja sveittar yfir sumarprófunum. Later!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim