þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Snilldarhelgi fyrir norðan. Byrjaði nú reyndar á partý sumarstarfsmanna á föstudaginn þangað sem ég dró Breiðfjörðinn. Þar var fínasta stemmning en e-ð minni stemmning í bænum sem var hálftómur. Ákváðum að taka road trip norður í land á laugardeginum sem við gerðum. Tjölduðum í garðinum hjá tengdó hennar Írisar í verkfræðinni. Skelltum okkur í golf á Þverárvöll í frábæru veðri. Ætluðum að taka það rólega fyrsta kvöldið sem við gerðum þótt nokkrum bjórum hafi verið slátrað. Röltum á milli staða og kíktum í Sjallann og KA heimilið. Hitti e-ð af kunningjum á báðum stöðum.
Skelltum okkur á Mývatn á sunnudaginn. Kíktum á Goðafoss í leiðinni og svo í nýja "Bláa Lónið" fyrir norðan þar sem við hittum Fríðu og Guggu sem var gaman. Frábært í lauginni en búningsaðstaðan mætti vera stærri og betri. Brunuðum svo á Ella Tomm og co að tjaldstæðinu Hömrum. Skelltum okkur í golf í frábæru veðri þar sem Kenneth fór á ókostum. Ég var auðvitað bílstjóri þ.a. allir voru komnir vel í glas þegar ég henti fólkinu niðrí bæ og fór heim að skila bílnum, hálftími í Papana. Tók tveggja bjóra sturtu á leiðinni í bæinn og þar beið snafsið sem ásamt tveimur öl í viðbót komu mér í betri gír. Þetta ball var náttúrulega tær snilld og hef ég sjaldan skemmt mér jafnvel á balli. Ari var mættur á svæðið auk Gunnhildar systur og fleiri. Þar er deginum ljósara að Paparnir bera höfuð og herðar yfir íslenskar ballhjómsveitir því hver slagarinn fylgdi öðrum og gerði allt vitlaust í stöppuðum Sjallanum.
Vöknuðum í morðhita í tjaldinu á mánudag og brunuðum í rigninguna í Reykjavík.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim