föstudagur, júlí 09, 2004

Frekar dapurt að vera sestur við tölvuna á föstudagskvöldi en góð og gild ástæða fyrir því. Leikur hjá FAME í bikar á morgun kl 10! Já, leikur settur á hjá utandeildarliði klukkan 10 að morgni. Frekar dapurt en svona er þetta. Kemur allavegna í veg fyrir tvöfalda helgi þessa helgi.
Við Bjössi og Miðjan kíktum í golf í kvöld. Bongó blíða meðan við vorum á æfingasvæðinu en nei nei. Um leið og við hófum leik kom rok, svo hvarf sólin eðlilega og það varð skítkalt. Síðast þegar ég fór hring ákvað ég að ég skildi aldrei spila golf aftur. En það er náttúrulega alveg eins og gamli góði frasinn "ég ætla aldrei að drekka aftur". Gekk þokkalega, ég hafði allavegna sigur. Náði m.a.s. "birdie" á fyrstu holu. Reyndar æfingavöllurinn á Korpu svo á venjulegum velli hefði þetta verið par, sem er svo sum ágætt.
Lítið planað um helgina nema innflutningspartý hjá Gyðu bekkjarsystur í verkfræðinni á morgun. Alltaf gaman þegar umbygg kemur saman. Frekar magnað að í fyrra þurfti að halda partý til að fólk myndi kynnast því að það var skelfileg stemmning í bekknum. Nú er hins vegar mögnuð stemmning-allavegna hjá meirihlutanum. Því miður svolítið af fólki fyrir utan þessa stemmningu en það hlýtur að lagast á næsta ári. Þetta lið hefur bara ekki heyrt nóg af HEMMA!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim