sunnudagur, júní 27, 2004

Jæja, bæði Norðurlöndin dottin út. Danir með boltann 60% af leiknum en töpuðu 3-0. Tvö mörk á þremur mínútum kláruðu þetta og sönnuðu það sem allir vissu nema Gerard Houllier; Milan Baros er heimsklassa framherji.
Búinn að liggja í leti í allan dag. Svaf til hádegis og horfði svo á 4 weddings and a funeral sem var ágæt. Tók reyndar til og skokkaði e-a 4km en annars bara spilað á píanóið sem ég hef ekki gert í lengri tíma.
Þá er bara vika í Skóga og töluverð tilhlökkun. Fullt af fólki úr verkfræðinni búið að skrá sig en nokkur Celeb hafa ekki enn haft fyrir því að skrá sig. Helstu hetjurnar hafa náttúrulega boðað mætingu eins og Kenny, Noel Gallagher, Jói, The Viking svo fáeinar séu nefndir. Fólk bíður svo með öndina í hálsinum hvort Hemmi nokkur Gunn mæti á staðinn og hristi aðeins upp í liðinu.
Svo eru þær snilldarfréttir að við Skermurinn erum á leiðinni til Ítalíu í vikuferð í lok ágúst þökk sé aðalgellunni Drífu. Fljúgum til Bologna en annað hefur ekki verið ákveðið. Rimini kemur til greina en þetta á allt eftir að koma í ljós. Endilega látið mig vita ef þið vitið um e-ð sem ég verð að sjá þarna suður frá.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim