Virkilega gaman hjá Guðlaugu og Svenna í gærkvöldi. Þau eru flutt inn í kjallaraíbúð í Breiðholtinu sem er vel stór og flott. Bærinn frekar slakur þetta kvöld en hitti samt gaur á BB sem var að reyna að borða pylsuna sína með eyrunum, eða a.m.k. ekki með munninum. Síðan tókst mér að læsa mig úti og systir úti í Texas þ.a. gamli þurfti að opna fyrir mér.
England var að vinna Sviss 3-0 þ.a. enn er von. Leikurinn við Króata verður samt erfiður. Er að meta hvort ég eigi að horfa á Frakkland-Króatía því ég er 99,9% viss um að þar verði drepleiðinlegt jafntefli staðreynd sem væru fín úrslit fyrir bæði liðin. Spurning hvort maður kíki e-ð á Arnarhól í kvöld.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim