Fyrsta sunnudagsþynnka í gangi. Þvílíkt veður úti þ.a. pabba tókst að draga mig í fjallgöngu upp Helgafell. Ágætis ganga. Grilluðum hjá KK í gær. Ótrúlega gaman og verður staðfest endurtekið við fyrsta tækifæri. Mættir voru FC FAME-liðarnir úr vesturbænum auk Skermsins og Malone. Get ekki ímyndað mér hvað þeir eru þunnir þar sem þeir tóku fjölda tequila skota í gær meðan ég hélt mig við bjórinn sökum einkar slæmrar reynslu af tequila. Fæ hroll hreinlega af því að hugsa um þennan viðbjóð.
Gunnhildur systir farinn til Texas að fiðlast og verður þar í mánuð eða e-ð svoleiðis. Hún verður reyndar að ferðast með fiðluna í allt sumar. Á meðan sit ég fyrir framan tölvuskjáinn í allt sumar. Ain't fair.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim