Jæja, þá var farið í Hvalfjörðinn í dag að bora. "Cobra" borinn að gera góða hluti. Birgir Jónsson hefði verið stoltur. Eina sem skyggði á fínan dag í sveitinni var helvítis mýflugurnar. Um leið og sólin braust fram úr skýjunum voru þær allsstaðar. Þá rifjaðist upp fyrir mér að það væru mýflugur á Íslandi. Langt síðan ég var á Mývatni sjáiði til.
FAME tapaði í kvöld fyrir FC KIDDA 3-1. Komst ekki fyrr en í seinni hálfleik í stöðunni 2-0 en það reddaði samt ekki neinu. Þetta lið er það leiðinlegasta by far í deildinni. Óþarfa brot, kjaftur og hæstu gól og fimleika flikk flakk í hvert einasta skipti sem e-r snerti þá. Fínt að þurfa ekki að spila við þá aftur fyrr en í úrslitakeppninni, þ.e. ef þeir komast þangað:)
Fjórar af fimm einkunnum dottnar inn og allt í goody. Af hverju drífa kennararnir þetta ekki bara af og skella sér í sumarfrí. Skiljanlegt að þeir taki tíma í þetta um jólin, þeir eru hvort eð er bara að byrja enn eina leiðinlega önnina. En nú er komið sumar. Þeir ættu að ljúka þessu af og stökkva út í góða veðrið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim