mánudagur, maí 31, 2004

Þriggja daga helgi vel nýtt. Bara ein þynnka, tvisvar í fótbolta, þrjár gæðaspólur og 18 holur af golfi. Eina spólanna var American Splendor sem var fín en ekki jafngóð og ég reiknaði með. Þetta er vandamálið þegar maður er geðveikt spenntur út af bíómynd. Þá stenst hún sjaldnast væntingar. Hefði betur farið á hana í bíó áður en fólk fór að lofa hana. Gekk ömurlega illa í golfi í dag. Þetta var reyndar fyrsta golfferð sumarsins en ég er samt kominn á þá skoðun að ég sé einfaldlega lélegur í golfi. Spurning um að einbeita sér að þeim íþróttum sem maður er þokkalegur í.
Hvet fólk til að tjekka á www.landsbankadeildin.com sem meistari Einar sér um. Lofar góðu.
Drífa auglýsir Stuðmenn í Hreddanum 12.júní. Væri snilld að fara á þetta ball í góðra vina hópi. Endilega koma þessu í umræðuna. Það á örugglega e-r snillingur bústað í grenndinni þar sem hægt væri að gista og grilla, þ.e. taka pakkann á þetta.
Ein pæling að lokum. Það kostar samfélög heimsins milljónir að halda gamalmennum á lífi á meðan fjöldi ungbarna lætur lífið sökum vatns- og hungurskorts. Er ekki málið að setja alheimsreglu þar sem allir eru teknir af lífi við ákveðinn aldur, t.d. 80 ára. Myndi spara helling af pening auk þess sem ég held að margir þeirra sem hafa náð 80 ára aldri myndu samþykkja þessa tillögu án umhugsunar. Bara pæling.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim