mánudagur, maí 10, 2004

Bara komið nýtt viðmót hjá blogger, helvíti flott. Nú eru aðeins tvö próf eftir og er ég að lesa undir það leiðinlegasta í augnablikin, LUK. Maður getur svo sem sjálfum sér um kennt að hafa ekki lært e-ð í þessu í vetur en svo er það hin hliðin. Taka tvo hundleiðinlega daga í þetta í staðinn fyrir að gera alla daga annarinnar smá leiðinlega. Og svo, ef maður hefði lært þetta af krafti og kunnað e-ð í þessu þá væri þetta kannski ekki svona hundleiðinlegt. Hmm, ótrúlegar pælingar hér á ferð.

Íslandsmótið í fótbolta byrjar eftir rúma viku. Allir spá Víkingum falli í 1.deild og er það skiljanlegt. Eini möguleiki Víkinga að mér finnst er að byrja þetta vel og taka 6 stig úr fyrstu tveimur leikjunum gegn FRAM og KA sem eru tvímælalaust botnkandídatar eins og Víkingarnir. Smá áhyggjur samt að Víkingur verði í jafnteflisrugli en þeir gerðu fullt af jafnteflum í fyrra. Það verður bara að vona það besta.
Spurning hins vegar hverjir verði meistarar. Í raun koma 4 lið til greina, KR, FH, ÍA og Fylkir. Mér þykir líklegast að þrjú þessara verði í baráttunni en eitt floppi gjörsamlega og verði í botnbaráttunni í sumar ásamt hinum liðunum 6.
Skellum spá:

1.KR
2.ÍA
3.FH
4.Fylkir
5.Keflavík
6.ÍBV
7.Fram
8.Víkingur
9.Grindavík
10.KA

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim