miðvikudagur, apríl 28, 2004

Landsliðið stóð sig mjög vel á móti Lettunum. Verðskuldað jafntefli og flestir mjög góðir. Tryggvi Guðmunds gat reyndar ekki neitt og Marel var ekkert sérstakur. Aðrir fínir.
Gaman að sjá Rúmenana rústa Þjóðverjunum 5-1. Ekki í fyrsta skipti sem Þýskaland tapar 5-1 síðustu árin. Heimaleikurinn á móti Englandi í undankeppni HM 2002 verður lengi í minnum hafður. Þvílíkur leikur.
Mikið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara á Metallica. Ég er enginn aðdáandi en þekki auðvitað nokkur lög. Frekar dýrt á þetta en svo er náttúrulega spurning hvort það sé skyldumæting. Svo er annað að þetta er að kvöldi sunnudagsins 4.júlí þ.a. maður kemur skelþunnur heim úr verkfræðiútilegunni og skellir sér beint á tónleika. Spurning hvað maður gerir.