laugardagur, apríl 10, 2004

Búinn að vera svolítill Ben Stiller-Owen Wilson fílingur undanfarna daga. Skellti mér á Starsky and Hutch með Breiðnefnum og Gummanum á fimmtudag. Við ætluðum aldrei að komast í Álfabakkann því KB krafðist þess alltaf að við styttum okkur leið sem voru aldrei neitt styttri. Myndin var bara nokkuð fyndin á köflum. Sá svo Zoolander með M-inu í gær og fattaði þar loksins hvað þetta "Blue Steel" var sem var ofnotað á Aðalfundinum um daginn.

Ég er strax farinn að hlakka til próflokadjammsins. Þetta verður e-ð svakalegt. Það er ávísun á snilldarkvöld þegar þessi hópur úr byggingunni kemur saman. Samt sorglegt að ég nefni þetta þegar það er meira en mánuður í þetta. Gaman samt að þetta verður sama kvöld og Eurovision. Leiðinlegt hins vegar að lagið okkar á ekki eftir að ná langt. Ágætis lag samt. Ekki spillir fyrir gellan í myndbandinu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim