föstudagur, apríl 02, 2004

Þá er hann runnin upp. Dagurinn sem fólk á eftir að minnast næstu árin. Þegar allt breyttist. Aldrei varð framar fátækt í heimi hér og sjúkdómar og illgirni urðu óþekkt fyrirbæri. Fólk dansaði á götum úti og heimurinn varð að einni stórri fjölskyldu. Jú dagurinn sem Kenneth Breiðfjörð, e. KB, e. Breiðnefurinn, e. Kennarinn, var kjörinn formaður Naglanna.
Annars verður þessa dags vonandi einnig minnst sem dagsins á undan deginum þegar Utd sló Arsenal út úr bikarnum. Það er vonandi að tímabilinu verði reddað á morgun. Vonandi að maður nái að rífa sig á lappir í fyrramálið því það er nokkuð ljóst að í kvöld "fæ ég mér einn og öskra mö.... EINN DANS VIÐ MIG"

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim