fimmtudagur, mars 18, 2004

Jæja, þá er þetta búið í bili hjá MR í Gettu Betur. Það var tæpt fyrir þremur árum en nú datt það hinum megin. Merkilegt með þenna Borgarholtsskóla. Það er alltaf einn gaur með 90% og svo tveir statistar sitt hvorum megin við hann. Ok, gaurinn í Sviss bolnum var nú ágætur en hinn strákurinn hefði eins getað setið á gólfinu. Eina sem hann sagði í keppninni var: "Jóhannesarguðspjallið" og ", uh seldi hann ekki bara eplin?". Væri gaman að vita hvað þessir strákar (strákur) eru komnir langt í skólanum, þ.e. hvort þetta sé síðasti séns eins og hjá Sæmundi um árið.
Annars eiga MR-ingarnir hrós skilið fyrir prúðmennsku og setning kvöldsins var tvímælalaust "vandi fylgir vegsemd hverri" enda veit ég að a.m.k. Snæbjörn og Oddur eru orðnir dauðleiðir á þessu og örugglega nett sáttir við að þetta sé loksins búið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim