laugardagur, mars 13, 2004

Djöfull er maður slakur. Laugardagskvöld/nótt og það er bloggað. Var að vinna á Sinfóníutónleikunum í Höllinni um helgina þar sem flutt voru Bítlalög sem væri ekki frásögur færandi nema í kvöld í lokalaginu stendur einn sextugur flaur upp framarlega í höllinni og byrjar að klappa með. Þessi hetja ætlaði að búa til geðveika stemmningu í lokin en því miður var fólk ekkert að grípa þetta og aumingja kappinn stóð bara og klappaði út lagið. Fær samt hrós fyrir viðleitnina.
Við Kenneth kíktum á KK-tónleika í stúdentakjallaranum í kvöld. Svo létu Skermurinn og M-ið sjá sig síðar meir. Fínir tónleikar og stúdentakjallarinn er orðinn virkilega notalegur staður. Svo er KK náttúrulega snillingur.
Æfingaleikur hjá Fame á morgun móti ÍH. Fame stillir upp sínu sterkasta liði og verður fróðlegt að sjá hvernig okkur gengur á móti 3. deildarliði.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim