þriðjudagur, mars 09, 2004

Þar fór það. Utd slegið út úr Meistaradeildinni og venjulega væri maður þvílíkt ósáttur við að fá svona kjaftshögg í blálokin en "they had it coming". Ef þeir hefðu spilað af eðlilegri getu seinni hálfleikinn hefði þetta ekki verið neitt mál. Samt frekar kaldhæðnislegt að miðvarðarparið spilar besta leik sinn í endalaust langan tíma og leikurinn tapast. Viðurkenni samt fúslega að ég er ógeðslega fúll en valdi a.m.k. rétt með því að fara á fótboltaæfingu í staðinn fyrir að horfa á hann life. Þorsteinn Gunnarsson er samt góður: "Ég spái því að þetta Porto lið eigi eftir að fara langt í keppninni". Þeir eru komnir í 8-liða úrslit sem er kraftaverk miðað við hvað þetta er óspennandi lið og ég ætla rétt að vona að þeir verði slegnir út í næstu umferð.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim