Þvílík gargandi snilld. Gleymum Hróarskeldu því Pixies eru að koma til Íslands. Miðvikudagurinn 26.maí er því ráðstafaður og spurning um að drífa sig í röð. Djöfull verður gaman að heyra Hey, Where is my mind, Monkey gone to heaven, Here comes your man, Debaser og alla hina slagarana.
Bara skrópað í dæmatíma eftir hádegi og lagningin tekin í staðinn. Svo tókum við Tryggvi „Flugvallahringinn“ eins og hann kallar hann, þ.e. skokkuðum frá honum-Valsheimilið-Nauthólsvík og göngustígurinn tilbaka. Ég var reyndar enn að jafna mig eftir mestu flugferð síðari ára þegar Hrafn nokkur Harðarson straujaði mig í gærkvöldi.
Annars er ég að meta hvort ég eigi að fara að vinna á Sinfóníutónleikunum á eftir eða mæta á Stjarnan-Fram. Hugsa að peningaleysið ráði ferðinni í þetta skiptið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim