Vanmat? Djöfull var þetta tæpt í Gettu Betur í kvöld. MH var hársbreidd frá því að vinna keppnina en Russel Crowe er eins og allir vita frá Nýja Sjálandi. Gamli hrokinn í Atla latínu á vinstri kantinum í lokin. Annars sá maður langar leiðir að meistarar Oddur og Snæbjörn voru stressaðri en andskotinn. Þeir hefðu getað saltað þetta í hraðaspurningunum þar sem þeir voru ekki alveg með sjálfum sér. Svo voru þeir ansi oft fullfljótir að giska. Ég ætlaði ekki að trúa 2. vísbendingarspurningunni sem var líklega sú léttasta í keppninni, um Big Bang. En þeir unnu þrátt fyrir dapran dag sem segir meira en margt um hvað þeir eru sterkir.
Classic
Beckham into Sheringham and Solskjaer has won it
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim