sunnudagur, febrúar 22, 2004

Fame spilaði sinn fyrsta leik í ár áðan við Markaregn og sigraði 5-3 eða 6-3. Ég kom okkur í 4-2 og tók þá skiptinguna og beilið á þetta og kíkti á Gunna og strákana. Það var nefnilega videokvöld og hvað annað á boðstólnum en árshátíð verkfræðinema 2004. Djíses hvað fólk var ruglað. Kenneth alveg á flippinu í dönsunum, Andrés í ruglinu eins og alltaf og svo heyrðist alltaf e-ð óskiljanlegt muldur í Gunna sem hélt á camerunni. Gummi sást svo ekkert allt kvöldið, náðist tvisvar á mynd og muldraði í bæði skiptin "einn dans við mig".
Ég er gjörsamlega búinn að nauðga laginu "Ást" með Ragnheiði Gröndal undanfarið. Ég er nefnilega þannig að ef ég fíla e-ð lag í tætlur get ég ekki hætt að spila það fyrr en ég fæ leið á því. Það verður samt ansi erfitt að fá leið á þessu því þetta er örugglega eitt allra flottasta lag sem ég hef heyrt um ævina.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim