laugardagur, febrúar 14, 2004

Hönnunarkeppnin fór fram í gær. Mjög gaman eins og alltaf og ekki spillti fyrir að maður kannaðist við fullt af þátttakendum. Benni úr MR fór með sigur af hólmi, tækið hans kláraði þrautina á rúmum 13 sek. Þegar maður sá þessa braut í fyrsta skipti var ég viss um að enginn gæti klárað þetta. En það var nú öðru nær. Ingi Sturla og félagar stóðu sig líka mjög vel en klúðruðu því miður málunum í fyrri umferðinni. Fengu samt verðlaun. Svo voru Ari, Stebbi og Siggi hestur úr vélinni með flott tæki sem stóð fyrir sínu.
Við Atli og Karen horfðum á Home Alone í gær. Þvílík mynd. Fengum hana á fimmtu leigunni sem við fórum á. Ótrúlegt að maður skuli ennþá hlæja að þessu. Segir kannski meira um okkur en myndina. Það leiðilega við að taka spólur er að þurfa að skila þeim. Djöfull nenni ég ekki að skila henni.
United vann City í morgun. Voru reyndar mjög góðir á köflum en hefðu alveg eins getað tapað þessu. Ronaldo var frábær í leiknum fyrir utan þegar Tarnat skoraði, ekki mikill varnarmaður í honum. Gary Neville sá rautt sem var alveg rétt. Svo kíktum við Tryggvi í ræktina og svo sáum við Stjörnuna taka Val í bakaríið í Ásgarði. Nielsen og Halldórsson í stúkunni en maður kemur í manns stað.
Tvö partý í kvöld þ.a. kvöldið lítur bara virkilega vel út. LATER

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim