miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Nú er svo komið að maður þarf að asnast til að gera fyrstu skýrslu af þremur í Reiknilegri aflfræði. Til þess að gera hana þurfum við að nota forrit sem er í tölvustofu véla- og iðnaðarverkfræðinema. Auðvitað er vélarpakkið ekkert sátt við að við séum að nota stofuna þeirra, hvað þá að prenta út í henni. Svo er alltaf ógeðslega heitt og mikill umgangur í þessari tölvustofu þ.a. það er ekki fræðilegur að hugsa þarna inni. Við erum líka svona 40 sem þurfum að gera þessa skýrslu og ég efast um að tölvurnar séu svona margar þ.a. það verður crowded þarna inni á næstu dögum.

Annars er hið góða í fréttum að árshátíðin er á næsta leiti og þar verður gríðarleg stemmning svo mikið er víst. Hótel Örk er pleisið og gisting og læti tekin á pakkann. Morgunverður innifalinn!, örugglega margir sem stilla vekjaraklukkuna á 8 til að fá sér brauð með osti. Later