föstudagur, febrúar 13, 2004

Ef gleraugun voru ekki þegar búin að koma upp um mig þá get ég staðfest að ég sé nörd, allavegna er ég einn í tölvustofunni í VR2 kl 19:40. Er reyndar á heimleið þ.a. þetta horfir allt til betri vegar. Djöfull tala stelpur hátt. Hér voru stelpur af öllum toga rétt áðan. Allt frá smágelgjum að missa sig í Autocad niður í þjálfara KR í kvennakörfubolta sem er með dýpri rödd en Gunni. Þá komu að góðum notum eyrnatapparnir í boði Vöku sem sigruðu einmitt í kosningunum eins og við var að búast.
Utd-City á morgun. Verður gaman að sjá Árna Gaut í markinu. Maður er nú frekar smeykur því Anelka og Phillips geta verið stórhættulegir. Vonandi sína mínir menn sitt rétta andlit. Víkingur tapaði svo naumlega fyrir KR í gær 2-1. Koma Villa Vill til Víkinga er frábær styrkur hvað varðar föst leikatriði eins og sást í gær þegar Grétar skoraði eftir horn. Við hefnum okkur á KR-ingunum í sumar!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim