Gríðarlegur hressleiki hér á sunnudegi. Dagurinn í gær fór í endalausa þynnku, ennþá kraftaverk að ég hafi haldið út bílferðina í bæinn. Árshátíðin var gargandi snilld, örugglega bara skemmtilegasta árshátíð sem ég hef farið á. Bjór í pottinum, "einn dans við mig" tekið svona 200 sinnum-alltaf jafnskemmtilegt. Held að maturinn hafi verið fínn, hreinlega man það ekki. Svo gekk atriðið okkar mjög vel og ballið snilld þar sem e-r 16 ára Breiðhyltingar tróðu upp. Man allavegna að þeir tóku Muse og örugglega e-ð fleira gott. Síðan var fólk bara uppi á herbergjum í ólgandi fíling langt frameftir.
Vissara að fara að kíkja í bók. Kominn töluvert á eftir í greiningu 4 og "ömurlegri" greiningu eins og Gunni kýs að kalla hana. Nokkuð ljóst að það þarf að klæða þann mann oftar upp í kjól.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim