Nei nei nei. Mér brá heldur betur í brún í dag þegar ég kveikti á útvarpinu. Er ekki bara búið að leggja niður íslensku stöðina, 919. Í staðinn er draumur sérhvers Arnþórs orðinn að veruleika. Útvarp MIX, 91.9 þar sem er stanslaus fjörtónlist eða hvernig þeir kynntu þetta. Ok, nú segir kannski e-r-en það er önnur íslensk stöð, Stjarnan 94.3 en það er nefnilega með þá annars ágætu stöð að það er svo endalaust af leiðinlegum lögum spilað þar. Maður nennir ekki að hlusta á "Nú er frost á fróni" eða e-ð í þeim dúr.
Styttist í helgi og er stefnan sett á algjör rólegheit. Reyndar er draumavísindaferð í Línuhönnun á föstudaginn en það eru svo fáir af 2. ári búnir að skrá sig að ég nenni varla. Svo er 6.X hittingur á sunnudaginn sem verður náttúrulega magnaður.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim