laugardagur, mars 06, 2004

Þurfti bara að afhenda miða til 19:30 svo við Tryggvi náðum seinni hálfleiknum af Stjarnan-Fram. Hörmung og þótt Nielsen sparki eflaust aftur í mig þá er ég hræddur um að þetta sé búið hjá Stjörnunni. Næstu tveir leikir gegn ÍR og KA munu tapast nema e-ð ótrúlegt gerist.
Markmiðið var nú bara róleg helgi en svo situr maður bara þunnur fyrir framan skjáinn. Við Tryggvi, Kenneth, Atli og Steini kíktum til Bensa og Boga á Skólavörðustíginn. Drengurinn búinn að koma sér þvílíkt vel fyrir með útsýni í allar áttir. Svo var kíkt á Þjóðleikhúskjallarann þar sem var dúndurstemmning og að lokum stutt skyldustopp á Hverfis þar sem Bolli var í dyravarðafíling í hurðinni. Svo 5 tíma svefninn og stjórnarfundur niðrí Vík kl 11.
United voru bara þokkalegir áðan móti Fulham. Sérstaklega Fletcher og Ronaldo. Scholes var skelfilegur svo ég tali ekki um Keane og Wes Brown. Þetta verður e-ð skrautlegt á þriðjudaginn.