Tókum gott spilakvöld hjá Atla á laugardaginn. Auk okkar voru Broadnose, Midfield, Hjalli og Bjöddninn mættir. Midfield var maður kvöldsins enda vann hann bæði spilin. Ekki það að hann sé eitthvað klár. Hann er bara svona eins og sætu lukkustelpurnar í spilavítunum.
Fór á fína tónleika í gær hjá strengjasveit LHÍ með systur fremsta í flokki. Þrjú verk voru flutt og var eitt eftir WAM og annað eftir Magnús Blöndal. Nokkuð vel heppnað verk, ekki oft sem maður samþykir íslensk tónverk. Svo var 6.X kvöld í gær þar sem var virkilega gaman og spjallað langt fram á nótt. Ég er þess vegna búinn að vera uberþreyttur í allan dag þar sem við Breiðnefurinn erum farnir að mæta í bolta kl 09 á mánudögum.
Þyrfti að læra eða e-ð en ég hef verið boðaður út í bílskúr eftir kvöldmat til að skipta um dempara á Toyotunni. Kannski vissara að læra eitthvað á þetta fyrir framtíðina. Langar samt örlítið meira í pool með Lilla pappa og Steina.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim