Svaf bara út í morgun og kíkti svo í Betrunarhúsið með Tryggvanum sem er líkamsræktarstöð þeirra Garðbæinga. Gettoplace en virkilega notalegur staður sem ég gæti vel hugsað mér að sækja ef ekki væri fyrir fjarlægðina. Já, og kannski þá staðreynd að mér finnst frekar leiðinlegt að lyfta.
MR fær Borgarholtsskóla í undanúrslitum í Gettu Betur. Þeir voru bara nokkuð góðir í kvöld Borghyltingar en ég hef fulla trú á MR-ingunum. Come on, ef þeir unnu í 4. og 5.bekk þá hljóta þeir nú að taka þetta í 6.bekk. Nema kannski vegna þess að þeir nenna þessu varla lengur.
Að lokum árnaðaróskir til Víkings en Newcastle burstaði Mallorca 4-1 í kvöld og fær að vera með í UEFA CUP í e-n tíma í viðbót.
Ef e-r stúlkukind (eða Gunni) hefur gleymt stuttu gulbrúnu pilsi hérna heima e-n tímann þá er það hérna og er búið að vera í langan tíma. Ef enginn kannast við það hefur Einar Ágúst samþykkt að árita það og verður það svo selt til að fjármagna kaup FC FAME á Ailton.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim