sunnudagur, mars 21, 2004

Stórskemmtilegt partý hjá Byggingunni hjá Þorbjörgu í gær. Virkilega vel mætt og Hemmi stóð fyrir sínu. Það fór fram tvífarakeppni þar sem baráttan stóð á milli Gunna=Guðjón Valur Sigurðsson og Gumma=Noel Gallagher og fór svo að Gummi sigraði. Síðan var dansað í Þjóðleikhúskjallaranum fram að lokun.
Ákvað að tjekka á því hversu margir í byggingunni væru jafnaldrar mínir og skoðaði því listann yfir nemendur í Vatnafræði. Það var ótrúlega fróðlegt því í ljós kom að 10 af 42 eru fæddir 1982. Stelpur sem ég hélt að væru jafnaldrar mínir eru margar hverjar þremur árum eldri. Greinilegt að maður hefur litla tilfinningu fyrir svona hlutum.
Æfingaleikur niðrí Laugardal á eftir. Spurning hvernig ástandið verði á mönnum eftir drykkju og dans gærkvöldsins.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim