fimmtudagur, mars 18, 2004

Það gerist með óreglulegu millibili að maður flettir sjálfum sér upp á google. Venjulega hef ég alltaf fengið endalausar tennisupplýsingar og reyndar er ég nefndur í Hæstaréttardómi en í fyrsta skipti rakst ég á svolítið merkilegt. Þetta skrifaði meistari Önundur 9. september 2002.

Mig dreymdi...
...sem sagt að ég var á Grund í Skorradal. Þar var ræktunarstöð fyrir risaeðlur, þær sluppu auðvitað út og voru heldur ógnvekjandi þegar þær börðu fjárhúsin að utan og öskruðu í rigningunni á meðan ég faldi mig í jötunni hjá hrútastíunni. Ég var ansi hræddur, sérstaklega þegar ég hætti mér út um stóru hlöðudyrnar og risastórt kvikindi kom hlaupandi á eftir mér inn í hlöðuna svo ég rétt náði að stökkva inn í fjárhús og bjarga mér. Það var fullt af fólki í draumnum og á endanum var farið í svona stóra blysför með byssur og heygaffla til að hrekja skrímslin á brott. Kolbeinn Tumi skólabróðir minn úr MR var þar, dansandi og mjög kátur. Kannski átti bara að reka kvikindin út að Hálsum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim