sunnudagur, mars 28, 2004

Það vantar ekki metnaðinn í minn. Tvöfaldri helgi lokið og með þeim betri held ég bara. Fínasta vísindaferð í byko á föstudaginn og svo dúndurgleðskapur hjá Breiðnefnum fram eftir kvöldi. Ég held að það hafi verið sannað á föstudaginn að það er ómögulegt að spila Actionary við stelpur sem eru í glasi. Vissara að hafa eyrnatappana með næst.
Svo voru þessi snilldarpartý í gær. Fyrst var 25 ára ammælispartej hjá Jóa hetju í verkfræðinni. Turtildúfurnar eru búnar að koma sér virkilega vel fyrir enda spillir ekki fyrir að tengdó er innanhússarkitekt. Svo fórum við til Gásu í innflutningspartý á Haðarstíginn. Gríðarleg stemmning sem hélt áfram í bænum fram á morgun. Ég fékk í andlitið að ég væri picky en ég vil nú ekkert kannast við það.
Magnað með Ian Thorpe. Tók þjófstartið á þetta í úrtökumóti fyrir ólympíuleikana og fær ekki að keppa í þeirri grein. Gaurinn hefur örugglega aldrei tapað í þessari grein.
Tveir stórleikir á dagskrá í dag. Arsenal-Utd sem fer 1-0 fyrir Utd og svo Fame-TLC seinna í kvöld. Enginn spurning að við vinnum en markatalan er algjörlega háð því hvort Bjöddninn muni eftir að reima á sig skotskóna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim