Dálítið súrt að aukatónleikar Pixies verða á undan. Hefði verið snilld að fara á fyrstu tónleikana í þetta mörg ár en hey, svona er þetta. Aftur á móti verða allar hetjurnar á fyrri tónleikunum enda þekkir maður ansi marga sem ætla á þá.
Þá er ég að verða búinn að slátra páskaegginu. Fáránlegt hvað það fer mikið plast í svona egg. Endalaust af e-u nammi inn í egginu sem einhverra hluta vegna þarf að plasta.
Þessi lærdómur gengur alltof hægt. Ennþá að læra greiningu 4 og er rétt rúmlega hálfnaður með námsefnið á þremur dögum. Mig langar mikið að vita hvenær skólinn klárast, þ.e. "upplestrarfrí" hefst, þ.a ef e-r verkfræðisnillingur er með það á hreinu má hann endilega láta mig vita. Fáránlegt að hinar og þessar deildirnar séu komnar í upplestrarfrí. Þær byrjuðu líka margar hverjar upp úr miðjum janúar.
Við skermurinn horfðum á stórmyndina KARATE KID í gær. Löngu tímabært að sjá þessa stórmynd þar sem Ralph "hnakki" Macchio fer á kostum. Við þurftum að horfa á lokaatriðið tvisvar það er svo magnað. "We did it Mr. Yiamagi, we did it".
Annars voru fleiri stórmyndir á dagsskrá í gær.
"So Anna, how long are you staying in England? Indefinitely" og svo She, maybe the face I can't forget ... í boði Elvis Costello.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim