föstudagur, apríl 16, 2004

Kíktum í Stúdentaleikhúsið um daginn á 101 Reykjavík. Stórskemmtileg sýning og ekki skemmdi fyrir að virkilega flott stelpa fór með aðalkvenhlutverkið. Varð vitni að einkar skemmtilegu atviki hjá ónafngreindri stúlkukind í hléinu. Þannig er mál með vexti að hún missti tyggjó á gólfið sem hún hafði plantað undir gosflöskuna sína. Í stað þess að taka það upp með höndunum reyndi hún að taka það upp með botni flöskunnar. Þegar það tókst ekki sparkaði hún tyggjóinu í átt að veggnum og labbaði svo rólega, hélt coolinu, að veggnum og tók tyggjóið upp og setti í gluggakistuna. Virkilega gaman að sjá fólk fara sínar eigin leiðir.