miðvikudagur, apríl 21, 2004

Í gær gerðist sá merki atburður að ég sótti um félagsskipti úr KR yfir í UMFH. Já, þótt ég hafi hætt að æfa með KR eftir 4.flokk þá var ég samt skráður í KR hjá KSÍ og því ekki um annað að ræða en að sækja um félagsskipti. Ok, ekkert mál en svo skilst mér að ég þurfi að borga 1500 kall fyrir félagsskiptin. Það er náttúrulega bara út í hött. Annars stendur UMFH fyrir Ungmennafélag Hrunamannahrepps en FC FAME spilar einmitt fyrir þeirra hönd í bikarkeppni KSÍ. Við fengum ótrúlega góðan drátt í keppninni sem gefur okkur ágætan möguleika á að komast í 32 liða úrslit þar sem öll stóru liðin koma inn í keppnina. Við mætum Hamri í 1. umferð og sigurvegarinn úr þeim leik spilar gegn Ægi. Það væri allt í lagi að dragast á móti KR og spila í Frostaskjólinu.
Annars er Fame að fara að spila í æfingamóti næstu vikurnar þ.a. ég er með garentíaða hreyfingu í prófunum. Frábært að geta farið í fótbolta á kvöldin á meðan á prófunum stendur.