laugardagur, apríl 24, 2004

Skellti mér á Kill Bill Vol2 með Sammaranum á fimmtudaginn. Þessi mynd er algjör snilld og gefur þeirri fyrri ekkert eftir, ætti heldur ekki að gera það þar sem þetta er nú einu sinni sama myndin. Gaurinn sem leikur Bill er of flottur og sama að segja um læriföður Umu Thurman sem ég man ekki hvað heitir.
Flotta fólkið í verkfræðinni, þ.e. 2.árið í umbygg, er komið með blogg til að halda sambandinu í sumar. Um leið var sett Íslandsmet í löngu URL-i. Rétti tíminn til að starta e-u svona. Hversu margir ætli hafi byrjað að blogga þegar þeir voru í prófum? Örugglega mjög mjög margir. Eða hvað Kenneth?
Nú er lært. Tókst á ótrúlegan hátt að sitja á VR til 23:30 í gærkvöldi, föstudagskvöld og mæta aftur kl 9:30 í morgun. Gerði hins vegar þau leiðu mistök að kíkja á Utd-Liverpoool sem var skelfilega leiðinlegur á að horfa.