Kraftur í okkur Atlanum í morgun. Mættir niðrí Víking kl 09 og hófumst handa við að taka niður girðinguna í kringum tennisvellina. Nú á að girða svæðið upp á nýtt sem er auðvitað besta mál. Tennisfólkið þarf að sjá um að gera allt klárt fyrir verktakana sem munu setja upp nýtt net, laga girðingastaurana o.þ.h. Núna lítur út fyrir að við þurfum að grafa heilmikið í þokkabót. Gaman að standa í þessu svona í próflestri.
Fame vinnur og vinnur. Unnum Nings 2-0 sem þrátt fyrir nafnið hefur engann Asíubúa innan sinna raða. Reyndar með betri liðum sem við höfum spilað við í vetur. Ég átti slakan leik en margir hverjir stóðu sig vel. Þar á meðal Hjallinn sem kom okkur á bragðið með nettu skallamarki.
Ég var að spá í að vera göfuglyndur og óska Arsenal mönnum til hamingju með titilinn en ég hætti við.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim