föstudagur, maí 07, 2004

Jæja, þá eru prófin meir en hálfnuð. Stærðfræðigreining 4 var á boðstólnum og bragðaðist ekki vel. Meira að segja dæmið sem átti undir öllum venjulegum kringumstöðum að koma manni í gang gerði einmitt hið gagnstæða. Smá sárabót að það gerðist hjá flestum. Næ þessu nú örugglega en nokkuð ljóst þetta verður engin 10 í safnið :)
Var að ná mér í Best of 70 min 2 á DC++. Þessir gaurar eru svo miklir snillingar að það nær engri átt. Auddi að vinna á Bensínstöðinni er með því betra sem ég hef séð.
"Djöfull er hann flottur. Hva, er þetta '87 árgerðin?" "Nei '99"
"Átti ég ekki að fylla hann á dísel? Ha, nú sagðirðu ekki dísel? Jæja eigum við ekki að setja dísel fyrst ég er byrjaður?"
og svo á dekkjaverkstæðinu
"þú hlýtur að vera giftur, þetta er svo kerlingalegur litur"

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim