fimmtudagur, maí 06, 2004

Fyrri hálfleikurinn í gær var með því skemmtilegasta sem ég hef séð í fótbolta í langan tíma. Chelsea spilaði stórkostlegan fótbolta þar sem Eiður, Joe Cole og Lampard voru að gera frábæra hluti. Monaco er hins vegar þannig að í hvert skipti sem þeir fara í sókn þá fá þeir færi. Morientes er náttúrulega snillingur, fyrir ári sagði ég að Morientes gæti ekki neitt. Ótrúlega skemmtilegur fyrri hálfleikur en eftir að þeir jöfnuðu nenntu hvorki Chelsea leikmennirnir að spila leikinn né Chelsea stuðningsmennirnir að horfa á leikinn. Nokkuð ljóst að maður heldru með Monaco í úrslitaleiknum.
Annað prófið í gær í Tölulegri greiningu þar sem allir lentu í tímaþröng. Á morgun er það svo Greining 4. Djöfull hlakka ég til að vera búinn með það próf.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim