mánudagur, maí 03, 2004

Það hlaut að koma að því. Fame beið lægri hlut í gær gegn sterku liði TLC 3-1. Áttum fullt af færum sem ekki nýttust og því fór sem fór.
Nú er búið að semja við Hank Azaria, Harry Shearer, Dan og alla hina snillingana sem tala inn á Simpsons. 16 sería verður tekin upp í haust. Ég hef löngum talið mig vera einn harðasta áhugamann um Simpsons en staðreyndin er sú að ég hef séð skelfilega fáa þætti síðan þetta fluttist yfir á Stöð 2, sem var fyrir e-m 7-8 seríum. E-ð fékk maður lánað frá Torbergsen í MR. Svo virðast þeir ætla gefa út eina seríu á DVD á ári þ.a. þar sem ég kann svona fyrstu 7-8 seríurnar utan að fæ ég 9.seríu ekki fyrr en 2010.
Fyrsta próf á morgun, annað próf á hinn og þriðja prófið ekki á morgun, ekki hinn, ekki hinn heldur hinn. Gríðarleg stemmning hér. Þetta verður eins og að drekka vatn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim