fimmtudagur, apríl 29, 2004

Var að horfa á ÍR-Val í handboltanum. Myndatökumennirnir standa alltaf fyrir sínu. Maður hefur ekki hugmynd um hvort þeir hafi nokkurn áhuga á handbolta yfir höfuð en eitt áhugamál er á hreinu. Svona 5 sinnum í seinni hálfleik þegar leikurinn var stopp eða ekkert að gerast þá var myndavélinni eins og svo oft áður beint út í sal. Nema hvað, myndavélinni var alltaf beint að sömu tvítugu ljóshærðu gellunni. Eins og gefur að skilja var þetta alls ekki til að gera leikinn síðri áhorfs.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim