Þá er búið að dæma okkur ósigur í leiknum gegn Hamri þ.a. bikarævintýrið er officially úti þetta árið. Gaman samt að umræðunni sem skapaðist út af þessu t.d. hjá Valtý Birni á Skonrokk, í Mogganum og í Olíssporti. Ekki á hverjum degi sem FC FAME kemst í fréttirnar.
MR-ingar útskrifuðu stúdenta í gær og var ég gestur í tveimur stúdentsveislum, hjá Drífu og Palla. Svo var grillveisla hjá Línuhönnun í Laxnesi áður en var haldið í pakkaðan bæinn. Hverfisbarinn var staðurinn og fastagestir staðarins, ÍR liðið í handboltanum, mættir stundvíslega. Endalaust auðvitað af stúdentum í bænum og verður eflaust líka í kvöld. Later.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim