PIXIES á morgun. Ég get ekki beðið. Missi reyndar af upphitunarpartýinu hjá Miðjunni þar sem ég fer á morgun upp í Hvalfjörð að aðstoða við cobra boranir fyrir möstur Sultartangalínu. Þokkalega spennandi. Svo verður bara brunað í bæinn og beint á tónleika ársins. Algjör snilld.
Leiðindi dagsins er að FAME dettur líklega út úr bikarkeppni KSÍ þar sem einn varamaður sem kom inn á 8 mínútum fyrir leiks lok spilaði með Stjörnunni 1995 og félagsskipti hans fóru í klúður. Hnakkarnir að austan ákváðu að kæra leikinn og því líklegast að við dettum út. Sorglegt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim