þriðjudagur, júní 15, 2004

Þið megið héreftir kalla mig Kolbein Tuma "Nostradamus" Daðason. Spádómsgáfu minni og bjartsýni eru engin takmörk sett. Úrslit dagsins sem hér segir:

Fame 2-5 HK-b
Fylkir 2-1 Víkingur
Holland 1-1 Þýskaland

Ruud van Nistelrooy reddaði deginum með marki upp úr nákvæmlega engu.

Algjör snilld að hafa frídag í þessari viku. Ég held að það sé búinn að vera frídagur í næstum því hverri viku síðan ég byrjaði að vinna. Svo er 4 sinnum búið að vera afmæliskaffi eða kveðjukaffi sem þýðir kræsingar á slaginu þrjú niðri á Línuhönnun. Fólk slær svo sannarlega ekki hendinni á móti því.

Tvö partý annað kvöld og ætla ég að gera mitt allra besta til að láta sjá mig á báðum stöðum þótt það sé óendanlega langt á milli staðanna.