Maður er rétt farinn að jafna sig eftir helgina. Skógar voru náttúrulega algjör snilld enda vissi maður það fyrirfram. Fullt af vinum og kunningjum og frábær stemmning. Myndir frá Skógum er að finna hér.
Almost Famous er ótrúlega góð mynd. Sá hana aftur í gær og er hún síst síðri við annað áhorf. Tvö frábær atriði standa upp úr. Annars vegar þegar flugvélin er að hrapa og allir þurfa að viðurkenna hitt og þetta fyrir hinum sem endar með klassísku "I'm gay" öskri. Svo atriðið í rútunni "Doris" þegar fólk byrjar smám saman að taka undir í "Tiny Dancer". Það lag er náttúrulega fáránlega gott enda ekki að spyrja að því þegar Kóngurinn er annars vegar.
Annars er ég mjög sáttur við að Grikkirnir tóku Portúgalina, áttu þetta fyllilega skilið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim