miðvikudagur, júlí 28, 2004

Þá er maður bara orðinn 22 ára og kominn vel á þrítugsaldur. Þakka öllum þeim sem sendu mér afmæliskveðju. Ekkert sérstakt svo sem gert í tilefni dagsins. Fékk mér reyndar morgunmat á Cafe Copenhagen og kvöldmat á bæjarins bestu. Annars fór ég á stjórnarfund í TSÍ og svo á fótboltaæfingu þar sem mér voru heldur mislagðir fætur. Jú heyrðu, ég fékk mér reyndar hræring með Atla og Drífu sem er á leiðinni til Finnlands á laugardaginn þar sem hún mun gera allt vitlaust.
Allt stefnir í að Akureyri verði "the place to be" um næstu helgi. Ástæðan er einföld, þar verð ég. Erum með íbúð og læti auk þess sem sólin verður fyrir norðan. Hvet alla til að kíkja norður þar sem staðurinn veður stemmningin. Papar, Quarashi og fleiri. Gaman að nefna Papa og Quarashi í sömu setningu. Ekki alveg lík bönd.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim