þriðjudagur, júlí 20, 2004

Shit hvað það er leiðinlegt þegar maður fær engin verkefni og hefur ekkert að gera. Í dag fékk ég leið á "Who want's to be a millionaire", Skák og reyndar Internetinu í hnotskurn. Fyrst á svona stundu sem maður fattar hvað allt er miklu skemmtilegra þegar það er brjálað að gera. Lífið virðist einmitt snúast um það. Fá krefjandi verkefni, leysa það og líða vel. Vá, þvílík speki!
Tveir FAME leikir á tveimur vikum og báðir hitta á heimaleik hjá Víking í deildinni. Lifði af að missa af leiknum við Fram en hörmung að missa af KR-leiknum. Hefði verið yndislegt að sjá Víkingana taka KR-ingana.
Þrír ungir og efnilegir frændur mínir eru búnir að vera í heimsókn á Íslandi í tvær vikur. Foreldrarnir eru að læra og vinna í Danmörku og þau búin að búa þar í tvö ár. Alveg frábært að hitta strákana sem eru hver öðrum meiri snillingar. Einn er 12 skáksnillingur og spilar á píanó, annar er 11 ára, æfir fótbolta og spilar á gítar og sá þriðji sem fær alla athyglina er 6 ára orkubolti aldarinnar. Hann er efnilegur í fótbolta og ætlar að læra á Trommur!
Jæja, á laugardaginn fara fram RAMDICK leikarnir í annað skiptið. Keppt í golfi og fótbolta og lokum kappdrykkju um kvöldið. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur en þess má geta að Atli "klúðraði" leikunum í fyrra með ælu aldarinnar!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim