sunnudagur, júlí 11, 2004

Það var meira en þess virði að vera mættur upp úr 9 niðrí Laugardal í gærmorgun. Komumst yfir eftir 15 sek og unnum að lokum 7-0, lið sem á að vera nokkuð sterkt. Yours truly var á skotskónum í tvígang í þetta skiptið, sérstaklega í seinna markinu þar sem ég hitti hann örugglega í besta skipti á ævinni. Vonandi strokaðist þar með úr minni Bjössa markIÐ sem hann skoraði "í Laugardalnum forðum" ("uppi í fjærhornið á markið sem er þeim megin þar sem bílastæðin eru"). Vá, maður hefur ósjaldan fengið að heyra þá sögu:)
Farinn að huga að Verslunarmannahelginni. E-ir eru að fara til Eyja, aðrir norður og svo nokkrir að vinna. Eins og staðan er í dag væri ég meira en til í að fara í góðra vina hópi í bústað og slappa af. Það væri heavy nice. Svo væri fínt að elta góða veðrið, hvar sem það verður að finna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim