mánudagur, ágúst 16, 2004

Fame leikur í kvöld gegn efsta liði riðilsins Hómer. Áttum leikinn frá upphafi til enda og sigruðum 4-1. sport.is spáði okkur 4-0 tapi þannig að þetta var helvíti sætt. Hjalti var dúndurgóður á miðjunni og reyndar áttu allir mjög góðan leik.
Við Atli tókum massann á þetta á sunnudaginn og skokkuðum upp Esjuna. Vorum 75 min upp og 35 min niður. Hittum Árna Indriða og fleira gott fólk á göngunni. Markmiði síðustu þriggja sumra loksins náð.
Fjórir menn fara mjög í taugarnar á mér þessa dagana:

Dagur Sigurðsson: Hefur ekkert getað með landsliðinu undanfarin ár enda spilar hann í austurísku deildinni og ég hef bara aldrei vitað af Austurríki á stórmóti í handknattleik. Hann kemur sér alltaf í erfiða stöðu og er atvinnumaður í að skjóta í varnarvegginn. Hefði verið kjörið að skilja hann eftir fyrir Arnór Atla á Ól.

David Bellion: Maður sem kemst ekki í liðið hjá Sunderland hefur ekkert að gera í lið Man Utd. Skelfilegur leikmaður með engan vott af karakter. Getur hlaupið en ekki með boltann þ.a. hann ætti bara að snúa sér að frjálsum.

Kieron Richardsson: Að spila sitt þriðja tímabil með aðalliðinu þótt hann hafi svo sum ekki spilað mikið. En hann hefur hreinlega aldrei sýnt neitt. Reynir og reynir að taka menn á en svona svipað og Viktor Bjarki í Víking þá tekst honum sjaldnast að komast framhjá leikmanninum. Snillingur í að sparka boltanum á undan sér og ætla að hafa manninn á sprettinum en varnarmaðurinn er á undan og skýtur í hann og útaf. Hefði ég fengið krónu fyrir hvert skipti sem ég hef séð þetta gerast.

Diego Forlan: Feilsending eftir feilsending eftir feilsending. Nær aldrei sambandi við samherja sína og hefur ekkert sjálfstraust. Hann er ágætis fótboltamaður en ekkert gengur hjá honum. Eins og staðan er hjá hópnum í dag er samt ágætt að hafa hann þarna. Skotið hans fyrir utan teig á móti Chelsea, þvílíkur brandari.

Svo ég haldi áfram að vera pirraður í sigurvímu minni þá er ömurlegt að Ítalarnir mæti með semi varalið í leikinn á miðvikudag. Vantar endalaust af stórstjörnum á borð við Cannavaro, Panucci, Del Piero, Totti, Vieri og eflaust e-a fleiri sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Spurning um að velja bara Kjartan Henry og Jökul í liðið í staðinn fyrir Hemma og Eið. Algjört disrespect.

Annars svo enginn misskilningur sé í gangi er ég gríðarhress og hlakka til að mæta í vinnuna á morgun með sigur í farteskinu.