sunnudagur, ágúst 08, 2004

Tap á tap ofan hjá FAME þessa dagana. Það var ekki beint stuttbuxnaveður á föstudaginn þegar ég mætti í morgunmatinn upp á stofu. Reyndar held ég að ég hafi fallið í áliti hjá allnokkrum starfsmönnum þennan dag því sumir horfðu á mig eins og ég væri geðveikur eða e-ð. Allavegna töpuðum við 3-1 fyrir Vængjum Júpíters í deildinni og 2-1 fyrir Ufsanum í bikarnum sem var óskiljanlegt tap því hitt liðið gat gjörsamlega ekki neitt. Við getum hins vegar augljóslega ekki neitt heldur þótt einstaklingarnir í okkar liði hafi verið margfalt betri en Guðlaugur Þór og hinir Sjálfstæðisframapotararnir í Ufsanum. Grill og öl hjá FAME í gær þar sem málin voru rædd í þaula. Horfðum líka á leikinn góða á Flúðum í upphafi sumars þar sem sól Frægðarmanna skein sem skærst.
Al Quida (hvernig sem það er skrifað) eru búnir að hóta því að sprengja Ítalíu þ.a. við Atli ættum ekki að lenda í erfiðleikum með að fá miða til Bologna á fimmtudaginn. Ætlum að taka bílaleigubíl og nú erum við að spá í að keyra norður í alpana og svo er möguleiki á að gera þetta að tveggja vikna ferð í stað eins viku.
Sá 9/11 um daginn. Hægt að hlæja að fullt af momentum í þessari mynd en mér fannst hún allt of yfirdrifin og bara svo mikið púsluspil. Það vita allir að George Bush er erkifífl en staðreyndin að Michael Moore gjörsamlega hatar þennan gaur út af lífinu skemmir svolítið fyrir myndinni á köflum. Basic spólumynd.